Valdís Þóra kjörin varamaður stjórnar SOS

Stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi kom saman til aukaaðalfundar fimmtudaginn 8. febrúar. Tilefnið var breyting á samþykktum samtakanna þess efnis að stjórn skuli vera með varamann til samræmis við lög um félög til almannaheilla sem starfa yfir landamæri. Valdís Þóra Gunnarsdóttir var kjörin varamaður stjórnar fram að næsta aðalfundi.
Meðfylgjandi mynd er frá aðalfundi stjórnar 2023.
Sjá einnig:
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.