Fréttayfirlit 8. október 2018

Telja um 15 þúsund börn hjálparþurfi í Palu



SOS Barnaþorpin í Indónesíu hafa sent hóp af sérfræðingum til borgarinnar Palu þar sem áætlað er að um fimmtán þúsund börn séu á vergangi og hjálparþurfi eftir flóðbylgjuna sem skall á borginni í lok september. Um tvö þúsund hafa fundist látnir og tala látinna hækkar með hverjum degi. Yfir sjötíu þúsund manns misstu heimili sín í hamförunum og í fréttatilkynningu frá SOS í Indónesíu segir að áætlað sé að þriðjungur þeirra séu börn.

„Hingað til hefur hjálparstarf aðallega verið í höndum yfirvalda en nú er tími til kominn að barnaverndarsamtök eins og við stigi inn og aðstoði yfirvöld. Þarna er stöðug neyð og hjálparstarfsfólk er loksins að komast að þeim svæðum sem verst urðu úti.“ segir Gregor Hadi Nitihardjo, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Indónesíu.

Tekur tvo daga að komast á staðinn

Nitihardjo býst við að það muni taka SOS-teymið minnst tvo daga að komast á svæðið. „Hjálparstarf okkar miðar að því að meta þörf barnanna fyrir sálfræðihjálp, að sameina þau foreldrum eða ættingjum og setja upp barnagæslu. Með barnagæslunni getum við veitt börnunum umönnun og vernd en börn eru sérstaklega berskjölduð við svona kringumstæður. Þau munu þurfa hjálp í marga mánuði í viðbót.“ segir Nitihardjo.

Átta SOS barnaþorp eru í Indónesíu en ekkert þeirra er nálægt hamfarasvæðum. 106 Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í fimm af þessum þorpum.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...