Styrkur til Gíneu gerir ungmennum kleift að sameinast foreldrum sínum á ný
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis SOS barnaþorpsins í Kankan í Afríkuríkinu Gíneu sem nemur 1,2 milljónum króna. Styrkurinn gerir stjórnendum ungmennaheimilisins kleift að sameina áður umkomulaus börn líffræðilegum foreldrum sínum eða skyldmennum. Foreldrarnir hljóta þjálfun hjá SOS í uppeldisfræðum og SOS styður ungmennin til náms og starfsþjálfunar. Markmiðið er að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð.
Mjög algengt er að börn komi til SOS Barnaþorpanna þó líffræðilegir foreldrar þeirra séu á lífi. Foreldrarnir gátu einfaldlega ekki mætt grunnþörfum barnanna og þá koma SOS Barnaþorpin til bjargar. Með þessum styrk gerum við ungmennunum í Kankan möguleika á að sameinast fjölskyldu sinni á ný.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.