Fréttayfirlit 2. desember 2019

Styrkur til Gíneu gerir ungmennum kleift að sameinast foreldrum sínum á ný



SOS Barnaþorpin í GíneuSOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis SOS barnaþorpsins í Kankan í Afríkuríkinu Gíneu sem nemur 1,2 milljónum króna. Styrkurinn gerir stjórnendum ungmennaheimilisins kleift að sameina áður umkomulaus börn líffræðilegum foreldrum sínum eða skyldmennum. Foreldrarnir hljóta þjálfun hjá SOS í uppeldisfræðum og SOS styður ungmennin til náms og starfsþjálfunar. Markmiðið er að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð.

Mjög algengt er að börn komi til SOS Barnaþorpanna þó líffræðilegir foreldrar þeirra séu á lífi. Foreldrarnir gátu einfaldlega ekki mætt grunnþörfum barnanna og þá koma SOS Barnaþorpin til bjargar. Með þessum styrk gerum við ungmennunum í Kankan möguleika á að sameinast fjölskyldu sinni á ný.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...