Styrkur til Gíneu gerir ungmennum kleift að sameinast foreldrum sínum á ný
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis SOS barnaþorpsins í Kankan í Afríkuríkinu Gíneu sem nemur 1,2 milljónum króna. Styrkurinn gerir stjórnendum ungmennaheimilisins kleift að sameina áður umkomulaus börn líffræðilegum foreldrum sínum eða skyldmennum. Foreldrarnir hljóta þjálfun hjá SOS í uppeldisfræðum og SOS styður ungmennin til náms og starfsþjálfunar. Markmiðið er að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð.
Mjög algengt er að börn komi til SOS Barnaþorpanna þó líffræðilegir foreldrar þeirra séu á lífi. Foreldrarnir gátu einfaldlega ekki mætt grunnþörfum barnanna og þá koma SOS Barnaþorpin til bjargar. Með þessum styrk gerum við ungmennunum í Kankan möguleika á að sameinast fjölskyldu sinni á ný.
Nýlegar fréttir
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...