Fréttayfirlit 2. desember 2019

Styrkur til Gíneu gerir ungmennum kleift að sameinast foreldrum sínum á ný



SOS Barnaþorpin í GíneuSOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sent styrk til ungmennaheimilis SOS barnaþorpsins í Kankan í Afríkuríkinu Gíneu sem nemur 1,2 milljónum króna. Styrkurinn gerir stjórnendum ungmennaheimilisins kleift að sameina áður umkomulaus börn líffræðilegum foreldrum sínum eða skyldmennum. Foreldrarnir hljóta þjálfun hjá SOS í uppeldisfræðum og SOS styður ungmennin til náms og starfsþjálfunar. Markmiðið er að gera ungmennin reiðubúin til að fara út á vinnumarkaðinn og verða sjálfstæð.

Mjög algengt er að börn komi til SOS Barnaþorpanna þó líffræðilegir foreldrar þeirra séu á lífi. Foreldrarnir gátu einfaldlega ekki mætt grunnþörfum barnanna og þá koma SOS Barnaþorpin til bjargar. Með þessum styrk gerum við ungmennunum í Kankan möguleika á að sameinast fjölskyldu sinni á ný.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.