Fréttayfirlit 28. janúar 2016

SOS skólinn í Freetown með hæstu einkunn



Ebólufaraldurinn hefur nú staðið yfir í Vestur-Afríku í tvö ár og hafa flestu tilvikin greinst í Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. Faraldurinn hafði mikil áhrif á skólakerfi landanna þriggja og í Síerra Leóne var öllum skólum lokað í níu mánuði en opnuðu aftur í apríl 2015. Vegna lokunarinnar höfðu landsmenn áhyggjur af námsárangri barnanna í landinu. SOS skólinn í Freetown opnaði á sama tíma og aðrir skólar og þreyttu nemendur svokallað WASSCE próf mánuði síðar líkt og nemendur í öllum skólum í Vestur-Afríku. SOS nemendurnir gerðu sér lítið fyrir og náðu hæstu samanlagðri einkunn allra skóla í heimshlutanum.

Um er að ræða próf sem er á vegum yfirvalda í Vestur-Afríku og er öllum skólum heimshlutans boðið að taka það. Þannig eiga niðurstöður prófsins að mæla að einhverju leyti gæði skólanna.

Niðurstöður prófanna voru gerðar opinberar þann 19. janúar síðastliðinn og þar kom í ljós að SOS skólinn í Freetown sat efstur á lista. Allir nemendur höfðu náð prófinu ásamt því að vera með hæstu samanlagða einkunn.

Students-singing-during-devotion.JPG„Síminn minn hefur ekki stoppað! Hamingjuóskunum hefur rignt yfir okkur síðustu daga og ég er ansi hræddur um að umsóknum í skólann muni fjölga á næsta ári,“ sagði skólastjórinn Thomas Allie.

Mikil gleði braust út á skólalóðinni þegar niðurstöðurnar voru tilkynntar en nemendur og kennarar voru að vonum ansi stoltir af árangrinum. „Ég á ekki til orð. Þetta er rosalega mikið afrek,“ sagði hinn átján ára Tamba Joshua Yarjah, sem var með hæstu einkunn allra nemanda í skólanum og mun útskrifast í vor.

„Ég er mjög þakklátur kennurunum mínum og þá sérstaklega Hr. Momoh. Hann hefur gríðarlegan metnað og hjálpaði mér afar mikið. Sérstaklega eftir lokunina, þá þurftum við aukakennslu í ýmsum fögum og hann fórnaði mörgum helgum til að þess að við skildum námsefnið fullkomlega,“ sagði Tamba.

Þessi góði árangur SOS skólans í Freetown er ekki einsdæmi en síðast þegar prófið var lagt fyrir, árið 2010, var skólinn með hæstu einkunn í Síerra Leóne en ekki í öllum heimshlutanum. „Við ætluðum að vera efst núna,“ segir Thomas skólastjóri og hlær.  

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...