SOS móðir lést
SOS móðirin Elena Tomina var um borð í rússnesku farþegaþotunni sem hrapaði á Sinaí-skaga í Egyptalandi aðfaranótt 31. október síðastliðinn. Allir 224 farþegar vélarinnar létust.
Elena hafði tileinkað líf sitt munaðarlausum og yfirgefnum börnum en hún var SOS móðir fimm barna í SOS Barnaþorpinu í Pushkin í Rússlandi. Börnin komu öll í þorpið í sumar og því var vegferð fjölskyldunnar rétt að hefjast. Um er að ræða fjórar stúlkur og einn dreng sem öll syrgja nú móður sína.
SOS á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda Elenu í Rússlandi.
Nýlegar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...

Ný fjölskylduefling í Úganda
Ný fjölskylduefling er hafin í Úganda sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og styrktarðilum hér á landi, SOS-fjölskylduvinum. Í Úganda hjálpum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt og vinn...