SOS móðir lést
SOS móðirin Elena Tomina var um borð í rússnesku farþegaþotunni sem hrapaði á Sinaí-skaga í Egyptalandi aðfaranótt 31. október síðastliðinn. Allir 224 farþegar vélarinnar létust.
Elena hafði tileinkað líf sitt munaðarlausum og yfirgefnum börnum en hún var SOS móðir fimm barna í SOS Barnaþorpinu í Pushkin í Rússlandi. Börnin komu öll í þorpið í sumar og því var vegferð fjölskyldunnar rétt að hefjast. Um er að ræða fjórar stúlkur og einn dreng sem öll syrgja nú móður sína.
SOS á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda Elenu í Rússlandi.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...