Fréttayfirlit 6. nóvember 2015

SOS móðir lést

SOS móðirin Elena Tomina var um borð í rússnesku farþegaþotunni sem hrapaði á Sinaí-skaga í Egyptalandi aðfaranótt 31. október síðastliðinn. Allir 224 farþegar vélarinnar létust.

Elena hafði tileinkað líf sitt munaðarlausum og yfirgefnum börnum en hún var SOS móðir fimm barna í SOS Barnaþorpinu í Pushkin í Rússlandi. Börnin komu öll í þorpið í sumar og því var vegferð fjölskyldunnar rétt að hefjast. Um er að ræða fjórar stúlkur og einn dreng sem öll syrgja nú móður sína.

SOS á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda Elenu í Rússlandi.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.