Fréttayfirlit 3. nóvember 2015

SOS hjúkrunarfræðingur alvarlega slasaður



SOS hjúkrunarfræðingurinn Alain Mpanzimana slasaðist alvarlega í síðustu viku í hörðum skotbardaga í höfuðborg Búrúndí, Bujumbura. Átökin voru á milli öryggissveitar á vegum stjórnvalda og óþekktra byssumanna en sjö manns létust í bardaganum og margir slösuðust alvarlega, þar á meðal Alain.

Átökin hófust þegar byssumennirnir köstuðu handsprengjum í átt að lögreglustöðinni í Bujumbura. Alain stóð fyrir utan heimili sitt sem staðsett er við hliðina á lögreglustöðinni og fékk sprengjubrot í sig. Alain var fluttur á sjúkrahús en líðan hans er eftir atvikum.

Allt frá því að forseti Búrúndí, Pierre Nkurunziza, tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta þriðja kjörtímabilið í röð, gegn stjórnarskrá landsins, hafa harðir bardagar staðið yfir þar. Liliane Habonimana, starfsmaður SOS Barnaþorpanna í Búrúndí segir öryggi almennings stöðugt vera ógnað.

„Fólk er hrætt um líf sitt og í hvert sinn sem það heyrist skothljóð úr fjarlægð tæmast göturnar. Spennan er óbærileg,“ segir Liliane en að minnsta kosti 200 manns hafa látist í átökum og 200 þúsund óbreyttir borgarar hafa þurft að flýja heimili sín vegna ástandsins.

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...