SOS hjúkrunarfræðingur alvarlega slasaður
SOS hjúkrunarfræðingurinn Alain Mpanzimana slasaðist alvarlega í síðustu viku í hörðum skotbardaga í höfuðborg Búrúndí, Bujumbura. Átökin voru á milli öryggissveitar á vegum stjórnvalda og óþekktra byssumanna en sjö manns létust í bardaganum og margir slösuðust alvarlega, þar á meðal Alain.
Átökin hófust þegar byssumennirnir köstuðu handsprengjum í átt að lögreglustöðinni í Bujumbura. Alain stóð fyrir utan heimili sitt sem staðsett er við hliðina á lögreglustöðinni og fékk sprengjubrot í sig. Alain var fluttur á sjúkrahús en líðan hans er eftir atvikum.
Allt frá því að forseti Búrúndí, Pierre Nkurunziza, tilkynnti að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta þriðja kjörtímabilið í röð, gegn stjórnarskrá landsins, hafa harðir bardagar staðið yfir þar. Liliane Habonimana, starfsmaður SOS Barnaþorpanna í Búrúndí segir öryggi almennings stöðugt vera ógnað.
„Fólk er hrætt um líf sitt og í hvert sinn sem það heyrist skothljóð úr fjarlægð tæmast göturnar. Spennan er óbærileg,“ segir Liliane en að minnsta kosti 200 manns hafa látist í átökum og 200 þúsund óbreyttir borgarar hafa þurft að flýja heimili sín vegna ástandsins.
Nýlegar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...

Ný fjölskylduefling í Úganda
Ný fjölskylduefling er hafin í Úganda sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og styrktarðilum hér á landi, SOS-fjölskylduvinum. Í Úganda hjálpum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt og vinn...