SOS fjölnotapokar í stað plastpoka
Nú er árvekniátakið plastlaus september og af því tilefni viljum við minna á fjölnota pokana sem eru til sölu hjá SOS Barnaþorpunum. Það er tilvalið að taka SOS-pokana með út í búð og sleppa plastpokunum. Pokarnir eru til í tveimur litum, brúnum og hvítum. Þegar þú kaupir fjölnota poka frá okkur leggur þú góðu málefni lið og átt þátt í að bæta hag umkomulausra barna sem eru í umsjá SOS Barnaþorpanna.
Pokinnn kostar 1.000 krónur og er hægt að panta hér á heimasíðunni okkar, vefverslun, koma við á skrifstofunni okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi eða hringja í okkur í síma 5642910.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...