SOS Barnaþorpin veita aðstoð í Grikklandi
Hurð skall nærri hælum á bráðabirgðaheimili fyrir börn undir 5 ára aldri í bænum Peneli, norður af Aþenu í Grikklandi í vikunni þar sem skógareldar loguðu. Eldur nálgaðist húsið hratt en þegar verið var að undirbúa rýmingu hússins sem í voru 17 börn, breyttist sterk vindáttin og börnin voru hólpin. Þessi breyting á vindátt varð þó til þess að eldurinn náði á undraverðum hraða að sumarhúsahverfi í bænum Mati þar sem yfir 80 manns létust, menn, konur og börn.
Bráðabirgðaheimilið fyrir börnin er rekið af SOS Barnaþorpunum sem hafa lagt fram aðstoð við hjálparstarf í bæjunum Mati, Rafina og Kineta. Fjögur SOS barnaþorp eru í Grikklandi, þar af eitt í Aþenu og í þeim eru allir heilir á húfi. Samtökin hafa í samstarfi við heilbrigðisráðnuneyti Grikklands lagt fram aðstoð sem fólgin er starfi félagsráðgjafa, sálfræðinga og barnasálfræðinga. SOS Barnaþorpin eiga einnig í viðræðum við ráðuneytið um stuðning við slösuð börn og fjölskyldur sem hafa misst heimili sín í skógareldunum.
SOS Barnaþorpin á Íslandi styrktu á síðasta ári ungbarnaheimili SOS Barnaþorpanna á þessu svæði um 20.000 Evrur. Þar dvelja börn og ungabörn sem eru þolendur misnotkunar og annars ofbeldis. Á heimilinu fá þau alla mögulega faglega aðstoð og eru tilraunir einnig gerðar til að koma á viðunandi aðstæðum hjá foreldrum þeirra svo fjölskyldan geti sameinast á ný. Í þeim tilvikum sem slíkt heppnast ekki fara börnin í framhaldinu í SOS barnaþorp þar sem þau eignast fósturfjölskyldu eða svokallaða SOS fjölskyldu.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...