Fréttayfirlit 1. október 2018

SOS Barnaþorpin utan hamfarasvæða í Indónesíu



Staðfesting hefur borist á því að hamfarirnar í Indónesíu á föstudag höfðu ekki áhrif á SOS barnaþorpin í landinu og þar eru því öll börn og starfsfólk SOS óhult. 832 hafa fundist látnir og óttast er um afdrif enn fleiri eftir röð jarðskjálfta og flóðbylgja síðan á föstudaginn. 106 Íslendingar eru styrktarforeldrar barna í fimm af átta SOS barnaþorpum í Indónesíu.

Gregor Hadi Nitihardjo, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Indónesíu segir að öll verkefni samtakanna í landinu séu staðsett utan þeirra svæða sem urðu fyrir áhrifum af hamförunum. SOS Barnaþorpin eru að setja saman neyðarviðbragðasveit sem heldur á hamfarasvæðin í vikunni.

„Þetta er skyndiviðbragðaverkefni til að tryggja öryggi og ummönnun barna sem hamfarirnar höfðu áhrif á. Sex til sjö manns fara frá okkur á hamfararsvæðið og setja þar á laggirnar barnaumönnunarverkefni. (Child Care Space programme)“ segir Gregor.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...