Fréttayfirlit 23. mars 2020

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í fullum gangi

Þar sem neyðarstig almannavarna er í gildi vegna Covid-19 veirunnar er skrifstofa SOS Barnaþorpanna lokuð tímabundið en starfsemi er þó í fullum gangi. Það getur haft áhrif á símsvörun í einhverjum tilfellum en vonandi ekki þó. Símanúmer okkar er 564-2910.

Við bendum á að þú getur komið erindi þínu til okkar eftir ýmsum leiðum.

Það er t.d. hægt að gera á heimasíðu okkar með því að smella á appelsínugula skilaboðagluggann „Vantar þig aðstoð", með tölvupósti á netfangið sos@sos.is eða með því að senda okkur skilaboð í skilaboðahólf Facebook síðu okkar. Öllum erindum er svarað við fyrsta tækifæri.

Þurfir þú að ná sambandi við einhvern ákveðinn starfsmann geturðu nálgast tölvupóstupplýsingar starfsmanna hér.

Nýir SOS-foreldrar fá gögn sín send rafrænt til að byrja með og svo í bréfpósti við fyrsta tækifæri.

Skilaboð SOS til þín!

Fyrst og fremst viljum við að þú og þín fjölskylda séuð örugg. Er ekki hreinlætið og fjarlægðin í fyrirrúmi hjá ykkur? Og ekki gleyma ástinni og væntumþykjunni.

Stöndum saman með börnunum!

Eðlilega beinist athygli okkar helst að okkar eigin þjóðfélagi og öryggi okkar þessa dagana. En það er ástæða til að taka það fram að nú sem aldrei fyrr þurfa umkomulaus og munaðarlaus börn á stuðningi okkar að halda. Ástandið í heiminum í dag er þegar farið að hafa áhrif á fjáröflun SOS Barnaþorpanna. Framlög hafa dregist saman á sama tíma og yfirvofandi eru enn erfiðari tímar víða hjá börnum og fjölskyldum þeirra sem eru í berskjölduðum aðstæðum.

Af þeim löndum sem eru verst í stakk búin til að taka á mikilli útbreiðslu COVID-19 eru langflest í Afríku. SOS Barnaþorpin eru að undirbúa sig fyrir það sem koma skal og við vonumst til þess að þið kæru vinir standið með okkur í þeirri baráttu sem framundan er til að hægt sé að vernda og hlúa að sem flestum börnum.

Hjálpaðu okkur að vernda börnin fyrir áhrifum Covid-19!

Með því að smella hér geturðu greitt eitt stakt framlag eða greitt fasta upphæð mánaðarlega þar til í september 2020 en á þeim tímapunkti stöðvast greiðslur.

Ertu styrktaraðili í fjárhagsvandræðum?

Ef þú átt við fjárhagsvanda að stríða en vilt halda áfram styðja við börnin þá viljum við endilega heyra frá þér. Við munum þá skoða það með þér hvernig við getum komið til móts við þig á þessum erfiðu tímum án þess að það bitni á börnunum. Sjáðu samskiptaleiðir hér að ofan.

Kærar þakkir fyrir stuðningin við munaðarlaus og umkomulaus börn.

Starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Nýlegar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.