Starfsfólk SOS

SOS Barnaþorpin eru stærstu einkareknu barnahjálparsamtökin í heiminum sem sérhæfa sig í að útvega munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili, foreldra og systkini.

Starfsemi samtakanna á Íslandi miðar að því að afla styrktaraðila fyrir hjálparstarf samtakanna í yfir 100 löndum í Mið- og S-Ameríku, Afríku, Asíu og A-Evrópu. Einnig er þjónusta við styrktaraðila stór og mikilvægur þáttur í starfseminni hér á landi. Að baki samtakanna á Íslandi stendur stór hópur fólks.

Starfsfólk:

Auður Ösp Gylfadóttir - þjónustufulltrúi - audur@sos.is

Hans Steinar Bjarnason - upplýsingafulltrúi - hans@sos.is 

Hjördís Rós Jónsdóttir - fræðslufulltrúi í hálfu starfi - hjordis@sos.is 

Ragnar Schram – framkvæmdastjóri - ragnar@sos.is

Katrín Guðlaugsdóttir – þjónustufulltrúi - katrin@sos.is

Sigurlaug Halldórsdóttir - bókari í hlutastarfi - brekkukot@email.com

Þorsteinn Arnórsson - fjármála- og fjáröflunarstjóri -  tha@sos.is

Þorsteinn Garðarsson – verktaki, kerfisfræðingur frá Textor ehf - thorsteinn@sos.is

Stjórn SOS á Íslandi:

Kristján Þ. Davíðsson - formaður (til 2022)

Ólafur Örn Ingólfsson (til 2020)

María F. Rúriksdóttir (til 2021)

Varamenn:

Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir

Hildur Hörn Daðadóttir

Fulltrúaráð SOS Íslandi:

Garðar Ingvarsson
Inga Lind Karlsdóttir
Tomasz Þór Veruson
Ingibjartur Jónsson
Claudie Ashonie Wilson
Nichole Leigh Mosty
Valur Hermannsson
Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir
Gunnar Dofri Viðarsson
Björgvin Franz Gíslason
Valdís Þóra Gunnarsdóttir
Páll Stefánsson
Auður Anna Pedersen
Sigurður Pétursson
Ásgeir Páll Ágústsson
Margrét Rún Guðmundsdóttir

Stjórnar- og fulltrúaráðsmeðlimir starfa að sjálfsögðu í sjálfboðavinnu.

Sendiherrar SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Velgjörðarsendiherrar SOS Barnaþorpanna á Íslandi eru fjórir, Rúrik Gíslason, Eliza Reid, Hera Björk Þórhallsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir.

Hlutverk sendiherra SOS er m.a. að vekja athygli á starfsemi SOS Barnaþorpanna, koma að viðburðum og/eða kynningum í tengslum við starf samtakanna og halda gildum fjölskyldunnar og réttindamálum barna á lofti eftir fremsta megni.

Rúrik Gíslason

Rurik heimasíðumynd.jpgRúrik Gíslason varð velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna í september árið 2018. Rúrik er þrítugur knattspyrnumaður sem á að baki 50 leiki með A-landsliði Íslands frá árinu 2009. Hann lék með landsliðinu á HM í Rússlandi sumarið 2018 og öðlaðist þar heimsfrægð. Rúrik er búsettur í Þýskalandi þar sem starfsemi SOS Barnaþorpanna er einna umfangsmest og leikur hann með liðinu Sandhausen í næstu efstu deild þýska boltans. „Ég hlakka til að taka þátt í þessu frábæra starfi hjá SOS Barnaþorpunum og vekja athygli á samtökunum. Það er mér mikill heiður vera kominn í þetta samstarf,“ sagði Rúrik þegar hann tók formlega við sendiherrahlutverkinu.

 

Eliza Reid  

ff14e5be3f328efd.pngEliza Reid forsetafrú gerðist velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna árið 2016. Eliza er fjöltyngdur ritstjóri og stjórnandi. Hún er að auki fjögurra barna móðir og þekkir mikilvægi fjölskyldunnar vel. Hún hefur ferðast vítt og breitt um heiminn og séð aðstæður umkomulausra barna með eigin augum og því þykir reynsla hennar falla einstaklega vel við gildi SOS Barnaþorpanna.

 

Vilborg Arna Gissurardóttir  

vilborg_polfari.jpgVilborg Arna gerðist velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna í lok árs 2013.Vilborg er íslensk ævintýrakona og pólfari. Hún hóf göngu um miðjan nóvember 2012, eins síns liðs, á suðurpólinn og komst þangað eftir 60 daga göngu. Þá hefur hún ferðast á skíðum yfir Grænlandsjökul, farið í siglingarleiðangra og klifið á fjölmarga fjallstinda hérlendis og erlendis.

 

 

Hera Björk Þórhallsdóttir   

hera-bjork.jpgHera Björk var útnefnd velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna árið 2009. Hún hefur ítrekað sungið sig inn í hjörtu landsmanna á undanförnum árum og gildir þá einu hvort um sé að ræða hljómplötur, leiksýningar, söngvakeppnir eða sjónvarpsþætti. Hera starfar sem söngkona, söngkennari og fasteignasali.