Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna

Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna var sett á laggirnar haustið 2016. Ungmennaráðið er sjálfstæð eining sem starfar í nánu sambandi við starfsmenn SOS á Íslandi og hittast að jafnaði tvisvar í mánuði. Um er að ræða vettvang fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára, sem hefur áhuga á hjálparstarfi, þróunarsamvinnu og réttindum barna og vill nýta krafta sína í að koma þekkingu á þessum málefnum á framfæri.

Helstu verkefni ungmennaráðsins eru m.a. jafningjafræðsla og kynningar í skólum, að vekja athygli á réttindum barna, skipuleggja og standa fyrir viðburðum auk þess að taka þátt í viðburðum SOS Barnaþorpanna. Ungmennaráðið hefur haldið utan um og stýrt ýmsum verkefnum fyrir SOS Barnaþorpin. Árið 2018 héldu þau fjáröflunarkvöld á Stúdentakjallaranum og söfnuðu pening fyrir neyðaraðstoð SOS Barnaþorpanna í Grikklandi. Árið 2019 hafa þau staðið fyrir sölu á Flóttabangsanum en allur ágóði sölunnar rennur beint til barna í neyð. Ungmennaráðið hefur einnig átt stærstan hlut í því að halda utan um fjáröflun fyrir Reykjavíkurmaraþonið og staðið sig mjög vel í því.

Ungmennaráðið á einn fulltrúa í fulltrúaráði SOS Barnaþorpanna.

Ef þú ert á aldrinum 16-25 ára og hefur áhuga á að bætast í þennan frábæra hóp þá getur þú sótt um inngöngu á netfangið hjordis@sos.is

Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna 2020-2021

Birta Ýr Jónasdóttir

Embla Waage

Júlía Guðmundsdóttir

Kornelía Þöll M. Bjarnadóttir - varaformaður

Lilja Helgadóttir - ritari

Saga Rut Sunnevudóttir

Sara María Gunnarsdóttir

Senía Guðmundsdóttir

Sunna Líf Kristjánsdóttir - formaður

Á myndinni eru: Embla, Júlía, Saga, Senía, Sara og Sunna