Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára sem hefur áhuga á hjálparstarfi, þróunarsamvinnu og réttindum barna og vill nýta krafta sína í að koma þekkingu á þessum málefnum á framfæri. Helstu verkefni ungmennaráðs eru m.a. jafningjafræðsla, kynningar í skólum, vekja athygli á réttindum barna og standa fyrir viðburðum.
Ungmennaráðið er sjálfstæð eining sem starfar í nánu sambandi við starfsmenn SOS á Íslandi.
Ef þú ert á aldrinum 16-25 ára og hefur áhuga á að bætast í þennan frábæra hóp þá getur þú sótt um inngöngu með því að fylla inn skráningarformið hér að neðan.
Ungmennaráð SOS Barnaþorpanna 2022-2023
Elísabet Kristín K Kvaran
Embla Waage
Gabriella Bjarnadóttir
Íris Torfadóttir
Jim Hólmsteinsson
Júlía Guðmundsdóttir
Kornelía Þöll M. Bjarnadóttir
Magnús Torfason
Margrét Líf Jóhannesdóttir
Rannveig Lilja Sigurðardóttir
Sara María Gunnarsdóttir