Skráning fyrir „Öðruvísi jóladagatal“ SOS
Skráning stendur nú yfir í Öðruvísi jóladagatal SOS Barnaþorpanna sem við verðum nú með þriðja árið í röð fyrir grunnskóla landsins. Dagana 3.-14. desember verður hægt að opna nýja glugga jóladagatalsins á heimasíðu SOS Barnaþorpanna.
Þar birtast myndbönd frá börnum sem búa víðsvegar um heiminn. Nemendur fá að kynnast börnum í öðrum löndum, aðstæðum þeirra og menningu og læra um leið að jólatíminn snýst ekki síður um að gefa en að þiggja.
Hugmyndin á bak við Öðruvísi jóladagatal er sú að nemendur aðstoði við ýmis verkefni heima fyrir og fái fyrir það örlítinn vasapening sem þau setja í ómerkt umslag. Öll framlögin sem safnast í ár verða nýtt til að styðja við menntun flóttabarna í Grikklandi.
Ef þið hafið áhuga á að vera með eða viljið fá frekari upplýsingar er ykkur velkomið að hafa samband við Hjördísi fræðslufulltrúa, hjordis@sos.is eða í síma 564-2910.
Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...