Fréttayfirlit 23. desember 2019

Síðasta SOS-fréttablað ársins komið út



Þá er síðasta SOS-fréttablað ársins komið út og berst það inn um bréfalúguna hjá styrktaraðilum um jólin. Rafræna útgáfu blaðsins má nálgast núna á heimasíðu SOS, líkt og öll önnur fréttablöðin okkar. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Lísu Margréti Sigurðarsdóttur sem hefur verið SOS-foreldri tveggja barna síðan hún var aðeins 18 ára.

Rætt er við Guðrúnu Kristinsdóttur sem prjónaði 57 lopapeysur á öll börn og allt starfsfólk í SOS barnaþorpi í Rúmeníu, Svala Davíðsdóttir segir frá þriggja mánaða dvöl sinni í Nepal þar sem hún vann sjálfboðaliðstörf við kennslu í þremur SOS barnaþorpum og Senía Guðmundsdóttir segir frá því af hverju hún er í ungmennaráði SOS.

Styrktaraðilar SOS fá líka innsýn í nýhafið Fjölskyldueflingarverkefni á Filippseyjum sem fjármagnað er af SOS á Íslandi og fjallað er um Sólblómaleikskóla SOS, Öðruvísi jóladagatal SOS og skemmtilega söfnun nemendafélags FSu fyrir SOS.

Þá er sögð saga 11 ára drengs í Sýrlandi sem hafði ekki gengið í skóla í þrjú ár eða þangað til SOS á Íslandi fjármagnaði enduruppbyggingu skólans hans í Aleppó.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.