Fréttayfirlit 23. desember 2019

Síðasta SOS-fréttablað ársins komið út



Þá er síðasta SOS-fréttablað ársins komið út og berst það inn um bréfalúguna hjá styrktaraðilum um jólin. Rafræna útgáfu blaðsins má nálgast núna á heimasíðu SOS, líkt og öll önnur fréttablöðin okkar. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Lísu Margréti Sigurðarsdóttur sem hefur verið SOS-foreldri tveggja barna síðan hún var aðeins 18 ára.

Rætt er við Guðrúnu Kristinsdóttur sem prjónaði 57 lopapeysur á öll börn og allt starfsfólk í SOS barnaþorpi í Rúmeníu, Svala Davíðsdóttir segir frá þriggja mánaða dvöl sinni í Nepal þar sem hún vann sjálfboðaliðstörf við kennslu í þremur SOS barnaþorpum og Senía Guðmundsdóttir segir frá því af hverju hún er í ungmennaráði SOS.

Styrktaraðilar SOS fá líka innsýn í nýhafið Fjölskyldueflingarverkefni á Filippseyjum sem fjármagnað er af SOS á Íslandi og fjallað er um Sólblómaleikskóla SOS, Öðruvísi jóladagatal SOS og skemmtilega söfnun nemendafélags FSu fyrir SOS.

Þá er sögð saga 11 ára drengs í Sýrlandi sem hafði ekki gengið í skóla í þrjú ár eða þangað til SOS á Íslandi fjármagnaði enduruppbyggingu skólans hans í Aleppó.

Nýlegar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
26. nóv. 2025 Almennar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna

Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...