Fréttayfirlit 1. júní 2017

SÁ Fashion styrkir SOS



Nokkrir drengir úr Árbæjarskóla afhentu SOS Barnaþorpunum 40.000 krónur í vikunni. Drengirnir voru í valfaginu Startup Árbær sem gengur út á nýsköpun en þar stofnuðu þeir fyrirtækið SÁ Fashion og rann hluti af ágóðanum til SOS Barnaþorpanna.

Verkefni drengjanna fólst í hönnun á peysum sem gekk afar vel. SOS Barnaþorpin þakka kærlega fyrir framlagið sem fer í endurbyggingu á skóla í hverfinu Alsukkari í Aleppo á Sýrlandi.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...