Fréttayfirlit

Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna

Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna

SOS Barnaþorpin réðleggja styrktarforeldrum eindregið frá því að senda styrktarbörnum sínum bréf eða pakka um þessar mundir. Ekki er hægt að tryggja að þessar sendingar komist á leiðarenda vegna ástandsins í heiminum af völdum kórónuveirufaraldursins.

Því miður eru mörg dæmi um að bréf og pakkar skili sér ekki til barnaþorpanna eða þá að mjög miklar tafir verði á póstsendingum. Það eru því enn ekki teikn á lofti um að ástandið sé að lagast. Samgöngutakmarkanir víða um heim eru ennþá að koma niður á póstþjónustu og á þetta jafnt við um Evrópu og aðra heimshluta. Þessar sóttvarnarráðstafanir hafa m.a. þau áhrif að starfsfólk barnaþorpanna fer síður á pósthús til að sækja sendingar og eiga þær því til að liggja þar í langan tíma áður en þær eru endursendar.

Við birtum þessa tilkynningu samkvæmt nýjustu upplýsingum sem okkur bárust mánudaginn 1. febrúar 2021. Við höldum áfram að fylgjast með þróun á þessum málum og munum upplýsa styrktarforeldra þegar ástandið batnar.

Innilegar þakkir fyrir stuðninginn.

Sjá einnig:

Áhrif faraldursins á styrktaraðila SOS

Bréfin um börnin loks að berast styrktarforeldrum

Nýlegar fréttir

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS
04.02.2021 Erfðagjafir

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS

SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum rausnarleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur upp á tæpar fjórar milljónir króna. Svanhildur studdi allt sitt líf þá sem þurftu á stuðningi að halda og var ...

Bréfin um börnin loks að berast styrktarforeldrum
22.01.2021 Almennar fréttir

Bréfin um börnin loks að berast styrktarforeldrum

Marga styrktarforeldra er eflaust farið að lengja eftir fréttum af styrktarbörnum sínum en biðin fer nú loks að taka enda. Bréfin eru þegar farin að berast inn um lúguna en einhverjir gætu þurft að bí...