Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna
Skrifstofu SOS Barnaþorpanna á Íslandi hefur borist fjöldi fyrirspurna frá SOS-foreldrum um hvort óhætt sé að senda bréf eða pakka til styrktarbarna sinna. SOS ráðleggur eindregið frá því að senda slíkar sendingar því ekki er hægt að tryggja að þær komist á leiðarenda um þessar mundir.
Samgöngutakmarkanir víða um heim vegna heimsfaraldursins koma m.a. niður á póstþjónustu og því miður eru mörg dæmi um að bréf og pakkar skili sér ekki til barnaþorpanna eða þá að mjög miklar tafir verði á póstsendingum.
Kjósi styrktarforeldrar engu að síður að taka áhættuna mælumst við með því að þeir setji ekki mikil verðmæti í póstsendinguna.
Við höldum áfram að fylgjast með þróun á þessum málum og munum upplýsa styrktarforeldra þegar ástandið batnar.
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn.
Sjá einnig:
Nýlegar fréttir
Börnin í Líbanon heil á húfi
SOS Barnaþorpin í Líbanon hafa staðfest að öll börn og ungmenni á framfæri samtakanna í landinu eru heil á húfi. Stríðsástandið í landinu hefur þó áhrif á börnin sem áfram er hlúð vel að.
Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...