Prjónuðu húfur til styrktar SOS Barnaþorpunum
Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar íslensk börn sýna í verki að þeim er ekki sama um börn í erfiðum aðstæðum í öðrum löndum. Þessar hæfileikaríku 11 ára stúlkur úr Hafnarfirði, Ellen María Arnarsdóttir og Carmen Ósk Guðlaugsdóttir, tóku sig til og prjónuðu um það bil 20 húfur. Þær gengu svo í hús í Áslandshverfinu og seldu húfurnar til styrktar SOS Barnaþorpunum. Með því söfnuðu þær 9.250 krónum sem þær komu með á skrifstofuna í Hamraborg og afhentu okkur í gær.
SOS Barnaþorpin sjá ekki aðeins umkomulausum börnum fyrir SOS-heimili og -fjölskyldu heldur standa einnig fyrir umfangsmiklu forvarnarstarfi sem nefnist SOS-fjölskylduefling. Það gengur út á að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar svo börn geti verið áfram hjá foreldrum sínum. Framlag Ellenar og Carmenar kemur að góðum notum fyrir slíkt verkefni sem SOS á Íslandi fjármagnar í Eþíópíu.
Þessi systkini búa ásamt foreldrum sínum í 12 fermetra húsi í Iteya í Eþíópíu. Ellen og Carmen hjálpa þeim
Við þökkum þessum góðhjörtuðu og duglegu stúlkum, Ellenn og Carmen, kærlega fyrir þetta frumlega og hugulsama framtak.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...