Fréttayfirlit 23. júlí 2019

Prjónuðu húfur til styrktar SOS Barnaþorpunum



Það er alltaf jafn ánægjulegt þegar íslensk börn sýna í verki að þeim er ekki sama um börn í erfiðum aðstæðum í öðrum löndum. Þessar hæfileikaríku 11 ára stúlkur úr Hafnarfirði, Ellen María Arnarsdóttir og Carmen Ósk Guðlaugsdóttir, tóku sig til og prjónuðu um það bil 20 húfur. Þær gengu svo í hús í Áslandshverfinu og seldu húfurnar til styrktar SOS Barnaþorpunum. Með því söfnuðu þær 9.250 krónum sem þær komu með á skrifstofuna í Hamraborg og afhentu okkur í gær.

SOS Barnaþorpin sjá ekki aðeins umkomulausum börnum fyrir SOS-heimili og -fjölskyldu heldur standa einnig fyrir umfangsmiklu forvarnarstarfi sem nefnist SOS-fjölskylduefling. Það gengur út á að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar svo börn geti verið áfram hjá foreldrum sínum. Framlag Ellenar og Carmenar kemur að góðum notum fyrir slíkt verkefni sem SOS á Íslandi fjármagnar í Eþíópíu.

Þessi systkini búa ásamt foreldrum sínum í 12 fermetra íbúð í Iteya í Eþíópíu. Ellen og Carmen hjálpa þeim

Þessi systkini búa ásamt foreldrum sínum í 12 fermetra húsi í Iteya í Eþíópíu. Ellen og Carmen hjálpa þeim

Við þökkum þessum góðhjörtuðu og duglegu stúlkum, Ellenn og Carmen, kærlega fyrir þetta frumlega og hugulsama framtak.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...