Frétta­yf­ir­lit 23. júlí 2019

Prjón­uðu húf­ur til styrkt­ar SOS Barna­þorp­un­um

Það er alltaf jafn ánægju­legt þeg­ar ís­lensk börn sýna í verki að þeim er ekki sama um börn í erf­ið­um að­stæð­um í öðr­um lönd­um. Þess­ar hæfi­leika­ríku 11 ára stúlk­ur úr Hafnar­firði, Ell­en María Arn­ars­dótt­ir og Car­men Ósk Guð­laugs­dótt­ir, tóku sig til og prjón­uðu um það bil 20 húf­ur. Þær gengu svo í hús í Áslands­hverf­inu og seldu húf­urn­ar til styrkt­ar SOS Barna­þorp­un­um. Með því söfn­uðu þær 9.250 krón­um sem þær komu með á skrif­stof­una í Hamra­borg og af­hentu okk­ur í gær.

SOS Barna­þorp­in sjá ekki að­eins um­komu­laus­um börn­um fyr­ir SOS-heim­ili og -fjöl­skyldu held­ur standa einnig fyr­ir um­fangs­miklu for­varn­ar­starfi sem nefn­ist SOS-fjöl­skyldu­efl­ing. Það geng­ur út á að hjálpa sára­fá­tæk­um barna­fjöl­skyld­um til sjálfs­hjálp­ar svo börn geti ver­ið áfram hjá for­eldr­um sín­um. Fram­lag Ell­en­ar og Car­men­ar kem­ur að góð­um not­um fyr­ir slíkt verk­efni sem SOS á Ís­landi fjár­magn­ar í Eþí­óp­íu.

Þessi systkini búa ásamt foreldrum sínum í 12 fermetra íbúð í Iteya í Eþíópíu. Ellen og Carmen hjálpa þeim

Þessi systkini búa ásamt foreldrum sínum í 12 fermetra húsi í Iteya í Eþíópíu. Ellen og Carmen hjálpa þeim

Við þökk­um þess­um góð­hjört­uðu og dug­legu stúlk­um, Ell­enn og Car­men, kær­lega fyr­ir þetta frum­lega og hug­ul­sama fram­tak.

Ný­leg­ar frétt­ir

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfða­gjaf­ir

23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf ráð­staf­að til há­skóla­mennt­un­ar

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa ráð­staf­að 23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf til há­skóla­mennt­un­ar ung­menna í Afr­íku, nán­ar til­tek­ið í Rú­anda. Ráð­stöf­un­in er sam­kvæmt ósk­um arf­leif­anda, Bald­vins Leifs­son­ar...

Heildarframlög til SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri
21. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

Heild­ar­fram­lög til SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi aldrei ver­ið hærri

Að­al­fund­ur SOS Barna­þorp­anna á Ís­landi var hald­inn mánu­dag­inn 19. maí sl. og þar voru árs­reikn­ing­ur og árs­skýrsla sam­tak­anna kynnt að­ild­ar­fé­lög­um. Árið 2024 var metár í rekstri sam­tak­anna og námu heil...