Peningagjöf eykur framtíðarmöguleika styrktarbarnsins

Framtíðarreikningur SOS Barnaþorpanna er frábær leið til að auka möguleika styrktarbarns þíns í framtíðinni. Þær peningagjafir sem lagðar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. SOS barnið fær sjóðinn afhentan þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum. Algengt er að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.
Styrktarforeldrar ráða sjálfir peningaupphæðinni hverju sinni. Einfaldast er að greiða inn á framtíðarreikninginn á Mínum síðum hér á heimasíðunni okkar.
Einnig er hægt að leggja beint inn á reikninginn.
Framtíðarreikningur SOS: 0334-26-51092
Kennitala: 500289-2529
Nóg er að kennitala styrktarforeldris komi fram í greiðslunni svo peningagjöfin berist á barninu/ungmenninu. Þegar styrktarbarni er gefin peningagjöf fær styrktarforeldri sent þakkarbréf þar sem staðfest er að gjöfin hafi borist.
Þetta nýta sér fjölmargir SOS-foreldrar og hvetjum ykkur eindregið til þess að auka framtíðarmöguleika ykkar styrktarbarns með þessum hætti.

Nýttu framtíðargjafir til að stofna leikskóla
Þegar tvíburasysturnar Alinafe og Sopani fluttu úr SOS barnaþorpi í Malaví og fóru að standa á eigin fótum kom sér aldeilis vel fyrir þær að eiga framtíðarsjóð sem í höfðu safnast peningagjafir frá SOS-foreldrum þeirra öll uppeldisárin. Þær notuðu hluta sjóðsins til að stofna leikskóla og nýttu menntun sína til að hefja rekstur og hjálpa börnum á heimaslóðum sínum. Starfsemi systranna hefur gengið framar vonum og skapað fleira fólki atvinnu.
Sjá einnig: Framtíðarsjóðurinn nýttist til að byggja hús
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.