Fréttayfirlit 31. júlí 2024

Peningagjöf eykur framtíðarmöguleika styrktarbarnsins

Peningagjöf eykur framtíðarmöguleika styrktarbarnsins


Framtíðarreikningur SOS Barnaþorpanna er frábær leið til að auka möguleika styrktarbarns þíns í framtíðinni. Þær peningagjafir sem lagðar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. SOS barnið fær sjóðinn afhentan þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum. Algengt er að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.

Styrktarforeldrar ráða sjálfir peningaupphæðinni hverju sinni. Einfaldast er að greiða inn á framtíðarreikninginn á Mínum síðum hér á heimasíðunni okkar.

Einnig er hægt að leggja beint inn á reikninginn.

Framtíðarreikningur SOS: 0334-26-51092
Kennitala: 500289-2529

Nóg er að kennitala styrktarforeldris komi fram í greiðslunni svo peningagjöfin berist á barninu/ungmenninu. Þegar styrktarbarni er gefin peningagjöf fær styrktarforeldri sent þakkarbréf þar sem staðfest er að gjöfin hafi borist.

Þetta nýta sér fjölmargir SOS-foreldrar og hvetjum ykkur eindregið til þess að auka framtíðarmöguleika ykkar styrktarbarns með þessum hætti.

Tví­bura­syst­urn­ar Alina­fe og Sop­ani notuðu fram­tíð­ar­sjóð til að stofna leik­skóla og hefur starfsemi þeirra skapað fleira fólki atvinnu. Tví­bura­syst­urn­ar Alina­fe og Sop­ani notuðu fram­tíð­ar­sjóð til að stofna leik­skóla og hefur starfsemi þeirra skapað fleira fólki atvinnu.

Nýttu fram­tíð­ar­gjaf­ir til að stofna leik­skóla

Þegar tvíburasysturnar Alinafe og Sopani fluttu úr SOS barnaþorpi í Malaví og fóru að standa á eigin fótum kom sér aldeilis vel fyrir þær að eiga framtíðarsjóð sem í höfðu safnast peningagjafir frá SOS-foreldrum þeirra öll uppeldisárin. Þær notuðu hluta sjóðsins til að stofna leikskóla og nýttu menntun sína til að hefja rekstur og hjálpa börnum á heimaslóðum sínum. Starfsemi systranna hefur gengið framar vonum og skapað fleira fólki atvinnu.

Lestu nánar um systurnar hér.

Sjá einnig: Framtíðarsjóðurinn nýttist til að byggja hús

Nýlegar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...

Ný fjölskylduefling í Úganda
16. júl. 2025 Fjölskylduefling

Ný fjölskylduefling í Úganda

Ný fjölskylduefling er hafin í Úganda sem fjármögnuð er af SOS Barnaþorpunum á Íslandi og styrktarðilum hér á landi, SOS-fjölskylduvinum. Í Úganda hjálpum við barnafjölskyldum út úr sárafátækt og vinn...