SOS sögur 31.október 2022

Framtíðarsjóðurinn nýttist til að byggja hús

Framtíðarsjóðurinn nýttist til að byggja hús

Mnemeke er 35 ára og býr með fjölskyldu sinni rétt hjá SOS barnaþorpinu í Maseru í Lesótó. Mnemeke eignaðist nýtt heimili í SOS barnaþorpinu ásamt tveimur systrum sínum og bróður árið 1995, þá átta ára gömul. Hún segist hafa notið barnæskunnar í þorpinu. „Við höfðum það ótrúlega gott og fengum mikla ást og umhyggju,“ segir Mnemeke.

Langaði að læra leðurvinnslu

Þegar Mnemeke hafði klárað skyldunám var kominn tími til að fara í tækniskóla þar sem hana langaði að læra leðurvinnslu. „Ég var mjög spennt og sagði öllum í þorpinu frá því að ég væri að fara. Áður en ég kom í þorpið hafði mig ekki einu sinni dreymt um að fara í framhaldsnám, en þarna var komið að því,“ segir Mnmeke. Eftir þriggja ára nám útskrifaðist hún og langaði að fara á vinnumarkaðinn.

Það var þó erfitt að finna vinnu og því ákvað hún að fara í meira nám. Á þessum tíma var Mnemeke og systkini hennar flutt úr þorpinu til líffræðilegra ættingja. „Ég fór því í háskólanám,“ segir Mnemeke stolt.

Of margir í leiguíbúð

Þegar Mnemeke byrjaði í námi leigði hún íbúð með bróður sínum, konunni hans og börnum. Það var þó heldur lítið húsnæði fyrir þau öll og því ákváðu systkinin að nýta fjárhæðina sem styrktarforeldrar þeirra höfðu safnað inn á framtíðarreikning. „Við ákváðum að nýta peninginn til að byggja okkur hús sem nú er tilbúið,“ segir Mnemeke en systkinin búa saman í húsinu.

„Ég er ótrúlega þakklát fyrir styrktarforeldra mína sem gerðu mér kleift að byggja framtíðarhúsnæði þar sem ég get búið með fjölskyldu minni,“ segir Mnemeke sem er þó ekki langt frá SOS móður sinni og barnaþorpinu. Hún fer reglulega í heimsókn og að sjálfsögðu mætir öll SOS fjölskyldan í útskriftina úr háskólanum.

Hvernig þú gefur framtíðargjöf

Ein­fald­ast er að gefa pen­inga­gjöf á Mínum síðum hér á sos.is

Einnig er hægt að milli­færa í heima­banka. Fram­tíð­ar­reikn­ing­ur­inn er: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529. Mik­il­vægt er að kennitala styrktar­for­eldr­is komi fram svo rétt barn fái gjöf­ina.

SOS-for­eldri fær svo þakk­ar­bréf frá barna­þorp­inu þeg­ar gjöf­in hef­ur borist.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barnaþorp fyrir 4.500 kr