Gerast SOS Foreldri
Hvernig er framlaginu mínu ráðstafað?

Framlag þitt, 3.900 kr. á mánuði, fer í framfærslu þíns styrktarbarns og velferð þess. Sú upphæð nýtist í grunnþarfir barnsins, fæði, klæði, menntun, heilsugæslu og fleira. 85% upphæðarinnar renna óskipt til styrkþega. 15% af framlögunum nýtast í umsýslu, eftirlit með þorpunum og öflun nýrra stuðningsaðila.

Þetta skref mun breyta lífi barns úti í heimi til hins betra og það mun án efa einnig veita þér ánægju. — Nánar í Spurt og Svarað.

Gefa barni peningagjöf

SOS-foreldrar eiga möguleika á því að gefa styrktarbarni sínu peningagjöf, upphæð að eigin vali, inn á framtíðarreikning. Þetta er frábær leið til að auka möguleika barnsins enn frekar í framtíðinni og rennur fjárhæðin óskert til styrktarbarnsins. Algengt er að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi. Barnið fær peninginn afhentan þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum.

Einfaldast er að gefa peningagjöf á Mínum síðum hér á sos.is

Einnig er hægt að millifæra í heimabanka. Framtíðarreikningurinn er: 0334-26-51092, kennitala: 500289-2529. Mikilvægt er að kennitala styrktarforeldris komi fram svo rétt barn fái gjöfina.

SOS-foreldri fær svo þakkarbréf frá barnaþorpinu þegar gjöfin hefur borist.

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS-foreldri framfleytir barni sem áður var umkomulaust og veitir því fjölskyldu á kærleiksríku heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Styrktaraðilar SOS fá endurgreiðslu frá Skattinum!

Kyn:
Ég vil styrkja barn/börn í:
Ég vil greiða með

Við virðum friðhelgi gesta okkar á vefnum og mikilvægi þess að fólk verndi persónulegar upplýsingar. Í persónuverndaryfirlýsingunni okkar kemur fram hvers vegna við öflum, notum og geymum persónuupplýsingar. Persónuverndaryfirlýsing kann að taka breytingum og hvetjum við þig því til þess að kíkja á hana með reglulegu millibili.