Fréttayfirlit 10. júní 2017

Opinn fundur á sunnudag



Á morgun, sunnudag verður haldinn opinn fundur á vegum SOS Barnaþorpanna en þar mun Daliborka Matanovic segja frá lífi sínu. Hún flúði stríðið í Bosníu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var ung stelpa en þegar Daliborka nálgaðist unglingsárin missti hún báða foreldra sína og eftir sátu þau systkinin munaðarlaus í Króatíu. 

Daliborka þurfti að sjá um yngri systkini sín en fljótlega eignuðust þau nýtt heimili hjá SOS Barnaþorpunum í Króatíu og ólust þar upp. Hún kláraði nám og starfar í dag hjá fjárfestingarsjóði í Króatíu.

Daliborka segir frá uppvextinum í SOS Barnaþorpinu, lífinu sem flóttabarn og seinna sem munaðarlaust barn, jöfn tækifæri barna í heiminum og mörgu öðru.

Fundurinn verður í salnum Eldfell á Center Hotel Plaza (Aðalstræti) klukkan 13 og eru allir velkomnir.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...