Opinn fundur á sunnudag
Á morgun, sunnudag verður haldinn opinn fundur á vegum SOS Barnaþorpanna en þar mun Daliborka Matanovic segja frá lífi sínu. Hún flúði stríðið í Bosníu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var ung stelpa en þegar Daliborka nálgaðist unglingsárin missti hún báða foreldra sína og eftir sátu þau systkinin munaðarlaus í Króatíu.
Daliborka þurfti að sjá um yngri systkini sín en fljótlega eignuðust þau nýtt heimili hjá SOS Barnaþorpunum í Króatíu og ólust þar upp. Hún kláraði nám og starfar í dag hjá fjárfestingarsjóði í Króatíu.
Daliborka segir frá uppvextinum í SOS Barnaþorpinu, lífinu sem flóttabarn og seinna sem munaðarlaust barn, jöfn tækifæri barna í heiminum og mörgu öðru.
Fundurinn verður í salnum Eldfell á Center Hotel Plaza (Aðalstræti) klukkan 13 og eru allir velkomnir.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...