Opinn fundur á sunnudag
Á morgun, sunnudag verður haldinn opinn fundur á vegum SOS Barnaþorpanna en þar mun Daliborka Matanovic segja frá lífi sínu. Hún flúði stríðið í Bosníu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var ung stelpa en þegar Daliborka nálgaðist unglingsárin missti hún báða foreldra sína og eftir sátu þau systkinin munaðarlaus í Króatíu.
Daliborka þurfti að sjá um yngri systkini sín en fljótlega eignuðust þau nýtt heimili hjá SOS Barnaþorpunum í Króatíu og ólust þar upp. Hún kláraði nám og starfar í dag hjá fjárfestingarsjóði í Króatíu.
Daliborka segir frá uppvextinum í SOS Barnaþorpinu, lífinu sem flóttabarn og seinna sem munaðarlaust barn, jöfn tækifæri barna í heiminum og mörgu öðru.
Fundurinn verður í salnum Eldfell á Center Hotel Plaza (Aðalstræti) klukkan 13 og eru allir velkomnir.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...