Opinn fundur á sunnudag
Á morgun, sunnudag verður haldinn opinn fundur á vegum SOS Barnaþorpanna en þar mun Daliborka Matanovic segja frá lífi sínu. Hún flúði stríðið í Bosníu ásamt fjölskyldu sinni þegar hún var ung stelpa en þegar Daliborka nálgaðist unglingsárin missti hún báða foreldra sína og eftir sátu þau systkinin munaðarlaus í Króatíu.
Daliborka þurfti að sjá um yngri systkini sín en fljótlega eignuðust þau nýtt heimili hjá SOS Barnaþorpunum í Króatíu og ólust þar upp. Hún kláraði nám og starfar í dag hjá fjárfestingarsjóði í Króatíu.
Daliborka segir frá uppvextinum í SOS Barnaþorpinu, lífinu sem flóttabarn og seinna sem munaðarlaust barn, jöfn tækifæri barna í heiminum og mörgu öðru.
Fundurinn verður í salnum Eldfell á Center Hotel Plaza (Aðalstræti) klukkan 13 og eru allir velkomnir.
Nýlegar fréttir
 
        Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
 
        39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...