Fréttayfirlit 1. desember 2020

Öðruvísi jóladagatal SOS opið öllum

Öðruvísi jóladagatal SOS opið öllum


Í dag opnar fyrsti glugginn í Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna. Jóladagatalið er öðruvísi að því leytinu til að í stað þess að þátttakendur opni glugga og fái súkkulaði eða gjafir að launum bíða þeirra stutt myndbönd þar sem þeir fá að kynnast börnum sem búa víðs vegar um heiminn.

Dagatalið er að finna hér á heimasíðu SOS Barnaþorpanna og verður hægt að opna nýjan glugga á hverjum degi fram að jólum. Þar er einnig að finna umræðupunkta sem opna fyrir umræðu um efni hvers dags.

Opið öllum

SOS Barnaþorpin bjóða nú upp á dagatalið fimmta árið í röð en hingað til hefur það einungis verið í boði fyrir nemendur í grunnskólum landsins. Í ár var þó tekin ákvörðun um að dagatalið skyldi vera opið öllum enda hefur sjaldan verið eins mikil þörf á smá gleði í líf fólks.

Sælla er að gefa en þiggja

Dagatalið býður einnig upp á það að þátttakendur gefi af sér. Samhliða dagatalinu höfum við farið af stað með söfnun en allur peningur sem safnast fer í verkefni á vegum SOS Barnaþorpanna í Tógó sem berst gegn ofbeldi og kynferðislegri misneytingu á börnum, þá sérstaklega stúlkum, þar í landi. Verkefnið nær til 40.000 íbúa á svæðinu auk þess sem 640 barnafjölskyldur fá sérstakan stuðning og fræðslu. (Nánar má lesa um verkefnið hér).

Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta lagt pening inn á reikning verkefnisins: 130-26-050028, kt. 500289-2529 eða greitt með Aur í númerið 123 858 6860 eða @SOS.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...