Fréttayfirlit 26. nóvember 2021

Öðruvísi jóladagatal SOS aftur opið öllum

Öðruvísi jóladagatal SOS aftur opið öllum


Þann 1. desember verður hægt að opna fyrsta gluggann í Öðruvísi jóladagatali SOS Barnaþorpanna. Dagatalið er öðruvísi að því leytinu til að í stað þess að þátttakendur opni glugga og fái súkkulaði eða gjafir að launum þá bíða þeirra stutt myndbönd þar sem þeir fá að kynnast börnum sem búa víðs vegar um heiminn.

Dagatalið er að finna hér á heimasíðu SOS og verður hægt að opna nýjan glugga á hverjum degi fram að jólum. Þar er einnig að finna umræðupunkta sem opna fyrir umræðu um efni hvers dags.

Hér má sjá myndband frá því 1. desember árið 2020 þegar krakkarnir í 1. bekk í Smáraskóla opnuðu fyrsta glugann í Öðruvísi jóladagatali SOS.

Opið öllum

SOS Barnaþorpin bjóða upp á dagatalið sjötta árið í röð og hefur það aðallega verið fyrir nemendur í grunnskólum landsins. Í fyrra var þó tekin ákvörðun um að opna dagatalið fyrir öllum og tókst það svo vel til að ákveðið var að endurtaka leikinn í ár.

Sælla að gefa en þiggja

Dagatalið býður einnig upp á það að þátttakendur gefi af sér. Samhliða dagatalinu höfum við farið af stað með söfnun en allur peningur sem safnast í ár fer til Malaví og verður notaður til að hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum að standa á eigin fótum í gegnum fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna. Tilgangurinn með fjölskyldueflingunni er að gera foreldrum kleift að mæta grunnþörfum barna sinna til að koma í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra.

Þeir sem vilja taka þátt í söfnuninni geta lagt pening inn á reikning verkefnisins: 130-26-050028, kt. 500289-2529 eða greitt á heimasíðu SOS Barnaþorpanna.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...