Fréttayfirlit 19. maí 2022

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi


Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjósa félagsmenn nú stjórn samtakanna.

Engar breytingar urðu á stjórn SOS. Kjörtímabili stjórnarformannsins Kristjáns Þ. Davíðssonar lauk formlega á aðalfundinum og bauð hann sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Eitt mótframboð barst og hlaut Kristján yfirburðarkosningu til næstu þriggja ára. Formaður stjórnar verður kosinn á næstu dögum. Auk Kristjáns í stjórn SOS eru Ólafur Örn Ingólfsson og María F. Rúriksdóttir.

Kjörtímabili beggja varamanna stjórnarinnar lauk einnig formlega á fundinum og buðu báðir sig fram til áframhaldandi varamennsku. Hildur Hörn Daðadóttir var kosin til tveggja ára og Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir til eins árs.

Tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör

Samþykktar voru breytingar á samþykktum félagsins og má þar helst nefna að stofnuð verður tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Tekin var ákvörðun um óbreytt árlegt félagsgjald, 2.500 krónur. Allir virkir mánaðarlegir styrktaraðilar SOS á Íslandi geta orðið félagar í samtökunum.

Ársreikningur 2021 var samþykktur og ársskýrsla kynnt.

Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
10. okt. 2025 Almennar fréttir

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu

„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...