Fréttayfirlit 19. maí 2022

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi


Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjósa félagsmenn nú stjórn samtakanna.

Engar breytingar urðu á stjórn SOS. Kjörtímabili stjórnarformannsins Kristjáns Þ. Davíðssonar lauk formlega á aðalfundinum og bauð hann sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Eitt mótframboð barst og hlaut Kristján yfirburðarkosningu til næstu þriggja ára. Formaður stjórnar verður kosinn á næstu dögum. Auk Kristjáns í stjórn SOS eru Ólafur Örn Ingólfsson og María F. Rúriksdóttir.

Kjörtímabili beggja varamanna stjórnarinnar lauk einnig formlega á fundinum og buðu báðir sig fram til áframhaldandi varamennsku. Hildur Hörn Daðadóttir var kosin til tveggja ára og Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir til eins árs.

Tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör

Samþykktar voru breytingar á samþykktum félagsins og má þar helst nefna að stofnuð verður tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Tekin var ákvörðun um óbreytt árlegt félagsgjald, 2.500 krónur. Allir virkir mánaðarlegir styrktaraðilar SOS á Íslandi geta orðið félagar í samtökunum.

Ársreikningur 2021 var samþykktur og ársskýrsla kynnt.

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.