Fréttayfirlit 19. maí 2022

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi

Óbreytt stjórn SOS á Íslandi


Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi fór fram í gær, miðvikudaginn 18. maí. Þetta er fyrsti aðalfundurinn eftir lagabreytingar síðasta árs þess efnis að fulltrúaráð var lagt niður og í stað þess kjósa félagsmenn nú stjórn samtakanna.

Engar breytingar urðu á stjórn SOS. Kjörtímabili stjórnarformannsins Kristjáns Þ. Davíðssonar lauk formlega á aðalfundinum og bauð hann sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu. Eitt mótframboð barst og hlaut Kristján yfirburðarkosningu til næstu þriggja ára. Formaður stjórnar verður kosinn á næstu dögum. Auk Kristjáns í stjórn SOS eru Ólafur Örn Ingólfsson og María F. Rúriksdóttir.

Kjörtímabili beggja varamanna stjórnarinnar lauk einnig formlega á fundinum og buðu báðir sig fram til áframhaldandi varamennsku. Hildur Hörn Daðadóttir var kosin til tveggja ára og Ingibjörg Elísabet Garðarsdóttir til eins árs.

Tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör

Samþykktar voru breytingar á samþykktum félagsins og má þar helst nefna að stofnuð verður tilnefningarnefnd fyrir stjórnarkjör. Tekin var ákvörðun um óbreytt árlegt félagsgjald, 2.500 krónur. Allir virkir mánaðarlegir styrktaraðilar SOS á Íslandi geta orðið félagar í samtökunum.

Ársreikningur 2021 var samþykktur og ársskýrsla kynnt.

Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.