Nýtt SOS-blað komið út
Nýtt SOS-blað er komið út og er það að venju aðgengilegt hér á heimasíðunni. Breytt fyrirkomulag er nú á dreifingu blaðsins sem hingað til hefur verið sent í pósti til styrktaraðila. Blaðinu er að þessu sinni dreift með aldreifingu Morgunblaðsins á höfuðborgarsvæðinu en mánaðarlegir styrktaraðilar á landsbyggðinni fá blaðið í pósti.
Þetta gerum við til að bregðast við hækkandi útburðarkostnaði enda leitum við alltaf leiða til að hafa kynningarkostnað sem lægstan svo sem mesta fjármagnið fari í að hjálpa börnum. Fari svo að blaðið berist ekki til þín þá geturðu lesið það rafrænt hér. Ef þú fékkst ekki blaðið en vilt fá það sent í pósti er þér velkomið að senda okkur póst á sos@sos.is og óska eftir því.
Hafa styrkt börn hjá SOS frá aldamótum
Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við hjónin Vöndu Sigurgeirsdóttur og Jakob Frímann Þorsteinsson sem hafa styrkt börn í SOS barnaþorpum samfleytt frá aldamótum. Hjónin Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir og Halldór Eyjólfsson létu þann draum sinn rætast í nóvember sl. þegar þau heimsóttu styrktarbarn sitt til 19 ára í Perú. Þau segja frá heimsókninni í SOS-blaðinu þar sem einnig eru frásagnir af börnum og ungmennum í verkefnum okkar erlendis, verkefnum sem fjármögnuð eru af styrktaraðilum SOS á Íslandi.
Nýlegar fréttir
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...