Fréttayfirlit 5. janúar 2021

Nýtt fréttablað SOS komið út

Nýtt fréttablað SOS komið út


Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á RÚV, er í forsíðuviðtali í nýútkomnu fréttablaði SOS Barnaþorpanna sem er komið út. Einar hefur verið styrktarforeldri í 10 ár en segja má að hann hafi fengið styrktarbarn í jólagjöf frá fjölskyldunni sinni.

Í blaðinu er einnig saga af stúlku í Búrúndi sem flakkaði á milli heimila ung að aldri áður en hún eignaðist loks heimili í barnaþorpi. Sagt er frá árangursríkri byrjun á íslensku verkefni gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Tógó, ítarleg úttekt á ástandinu í Afríku af völdum Covid-19 og hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á fjölskyldur í fjölskyldueflingu sem SOS á Íslandi fjármagnar í Eþíópíu.

Þá er viðtal við fimm unga drengi í Stykkishólmi sem baka snúða og selja til styrktar SOS Barnaþorpunum, smásagan Flóttabangsinn og umfjöllun um Sólblómaleikskóla og Öðruvísi jóladagatal SOS.

Fréttablaðinu hefur verið dreift til styrktaraðila SOS á Íslandi en það er einnig hægt að nálgast rafrænt hér á heimasíðunni.

Nálgast má öll fréttablöð SOS rafrænt hér.

Nýlegar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...