/media/o2ansspr/palina-og-suman-edit.jpg
„Upplifum hana sem eina af okkur"

Pálína Sigurðardóttir í Reykjavík hefur verið SOS-foreldri tveggja barna í SOS barnaþorpinu Greenfields á Indlandi í 20 ár. Í þessu myndbandi er rætt við bæði Pálínu í Reykjavík og Suman, SOS dóttur hennar á Indlandi. Svo er fylgst með því þegar Suman tekur á móti gjöf frá Pálínu og svarar spurningum hennar við hjartnæm viðbrögð Pálínu í órafjarlægð á Íslandi.

/media/4qvn3qqc/lilja-og-börn_landscape.jpg
Lilja Írena styrkir 10 börn hjá SOS

Flestir SOS-styrktarforeldar á Íslandi styrkja eitt barn en sumir fleiri. Lilja Írena Guðnadóttir og fjölskylda hennar í Stykkishólmi styrkja samtals tíu börn í SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn.

/media/u4hjie3q/inga-og-sonia.png
Inga Lind hitti SOS börnin sín í fyrsta sinn

Inga Lind Karlsdóttir var 18 ára þegar hún byrjaði að styrkja 5 ára stúlku í SOS barnaþorpi á Indlandi Nú, 26 árum síðar, hittust þær loksins og úr urðu fagnaðarfundir.

/media/3rqlyzs3/greenfields-systur.jpg
Dætur meiri byrði en synir

Þúsundir barna eru yfirgefnar af foreldrum sínum á hverju ári á Indlandi, flest þeirra stúlkubörn. Hér á Íslandi finnst okkur slík ákvörðun foreldra óhugsandi en þegar upp er staðið eiga þessar yfirgefnu stúlkur oft bjartari framtíð annarsstaðar. Í SOS barnaþorpinu í Greenfields á Indlandi búa systurnar Khusnuma, 6 ára, og Rehnuma, 7 ára, sem voru yfirgefnar af foreldrum sínum árið 2019.

/media/tchm0rul/hanna-vinkonur-og-sjoppan.png
Sjá fyrir börnum sínum með sjoppurekstri

Hanna og tvær aðrar mæður, vinkonur hennar, sjá fyrir sér og börnum sínum með rekstri sjoppu og salernisaðstöðu á umferðarmiðstöðunni í bænum Eteya í Eþíópíu. Þær eru meðal skjólstæðinga fjölskyldueflingar sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna.

/media/rlzpz0mh/burundi-mynd.jpg
Styrktarforeldri heimsækir fyrrum styrktarbarn sitt til Búrúndí

Anne Elisabet er norsk og var styrktarforeldri umkomulausrar stúlku í Búrúndí sem fékk SOS-móður og heimili í SOS Barnaþorpi. Í dag er stúlkan orðin fullorðin og þá loks fékk Anne Elisabet tækifæri til að heimsækja hana til Búrúndí. Fagnaðarfundir urðu með þeim.