Fréttayfirlit 2. september 2019

Nýtt fréttablað SOS komið út



Nýjasta fréttablað SOS Barnaþorpanna er nú komið út og er í póstdreifingu til styrktaraðila. Það er líka hægt að skoða blaðið og hlaða því niður í tölvuna eða símann rétt eins og öll önnur fréttablöðin okkar á hér á heimasíðunni.

Í blaðinu er m.a. ✔️viðtal við okkar ástsæla fréttamann Boga Ágústsson sem hefur verið SOS-styrktarforeldri drengs í Eþíópíu í 17 ár, ✔️viðtal við Keníamanninn Samburu sem ólst upp í barnaþorpi og kom hingað til lands í sumar, ✔️miðopnukort sem sýnir hvert framlög Íslendinga til SOS Barnaþorpanna voru send árið 2018.. og fleira og fleira fræðandi um starf samtakanna. Kærar þakkir fyrir stuðninginn og njótið blaðsins.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...