Nýtt fréttablað SOS komið út
Nýjasta fréttablað SOS Barnaþorpanna er nú komið út og er í póstdreifingu til styrktaraðila. Það er líka hægt að skoða blaðið og hlaða því niður í tölvuna eða símann rétt eins og öll önnur fréttablöðin okkar á hér á heimasíðunni.
Í blaðinu er m.a. ✔️viðtal við okkar ástsæla fréttamann Boga Ágústsson sem hefur verið SOS-styrktarforeldri drengs í Eþíópíu í 17 ár, ✔️viðtal við Keníamanninn Samburu sem ólst upp í barnaþorpi og kom hingað til lands í sumar, ✔️miðopnukort sem sýnir hvert framlög Íslendinga til SOS Barnaþorpanna voru send árið 2018.. og fleira og fleira fræðandi um starf samtakanna. Kærar þakkir fyrir stuðninginn og njótið blaðsins.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...