Fréttayfirlit 13. nóvember 2018

Nýju jólakortin komin í sölu



Tvö ný jólakort og tvö tækifæriskort hafa nú bæst við í sölu í vefversluninni á heimasíðunni okkar. Kortin eru að venju hönnuð fyrir SOS Barnaþorpin á Íslandi og er sala þeirra liður í fjáröflun fyrir samtökin. Verð á kort er kr. 400.-

Jólakortin heita Ugla og Stúlka og eru hönnuð af Alexöndru Martini.Þau eru með silfurfólíu í stærðinni 12x17 cm. Tækifæriskortin eru 13x13 cm, samsett verk úr akríl á tré eftir listakonuna Höddu Fjólu Reykdal.

Í vefversluninni eru einnig til sölu eldri jólakort, minningarkort og fjölnota pokar til styrktar SOS Barnaþorpunum. Hægt er að panta kortin í vefversluninni eða í síma 5642910. Einnig er hægt að líta við á skrifstofu okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi og kaupa kortin.

Jólakort.jpg

Tækifæriskort.jpg

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...