Fréttayfirlit 9. mars 2022

Nær öll börn á vegum SOS í Úkraínu komin í öruggt skjól

Nær öll börn á vegum SOS í Úkraínu komin í öruggt skjól


Nær öll börn, ungmenni og fósturfjölskyldur þeirra á vegum SOS Barnaþorpanna í Úkraínu hafa nú verið flutt til Póllands en önnur til Rúmeníu og annarra nágrannalanda. Fimm fósturfjölskyldur á vegum SOS kusu að vera áfram á heimilum sínum í Úkraínu og eru allir í þeim heilir á húfi. Í þessum fjölskyldum eru sjö börn sem eiga SOS-foreldra á Íslandi og hefur þeim verið tilkynnt um það í tölvupósti.

Öllum fósturfjölskyldum barna og ungmenna á vegum SOS í Úkraínu var boðnn flutningur til nágrannalanda vegna stríðsátakanna en nokkrar þeirra ákváðu að halda kyrru fyrir í Úkraínu, á heimilum sínum eða hjá ættingjum.

53 Íslendingar styrkja börn í Úkraínu

53 Íslendingar eru SOS-foreldrar barna í Úkraínu en þar eru um 150 börn og ungmenni í umsjá SOS. Þau búa ýmist með fósturfjölskyldum sínum í barnaþorpinu í Brovary eða hjá fósturfjölskyldum sem studdar eru af SOS Barnaþorpunum og eru undir eftirliti samtakanna og á ábyrgð þeirra.

Starfsemi SOS í Úkraínu

Starfsemi SOS Barnaþorpanna í Úkraínu hófst árið 2003 með fjölskyldueflingu og árið 2010 var barnaþorp sett á laggirnar í Brovary sem er í útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs. Árið 2012 hófst svo starfsemi SOS í Lugansk í austurhluta Úkraínu. Starfsemin er mjög víðtæk og nær til um um 2.300 einstaklinga, allt í þágu barna.

Yfirgefin börn á opinberum stofnunum

Yfir 160 þúsund foreldralaus börn búa á ríkisreknum munaðarleysingjaheimilum í Úkraínu og beinast nú aðgerðir SOS Barnaþorpanna að þeim. Barnaverndarkerfið í Úkraínu hefur lamast í stríðinu. Opinberar stofnanir og heimili fyrir börn eru undirmönnuð og margir starfsmenn hafa látið sig hverfa til að bjarga sjálfum sér og sínum nánustu. Þetta eru t.d. börn á munaðarleysingjaheimilum og hjá fósturfjölskyldum. Mörg þeirra eru á leikskólaaldri og/eða fötluð.

Sjá einnig: Afleiðingar stríðs á foreldralaus börn

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.