Fréttayfirlit 25. janúar 2016

Jól í Yamoussoukro



Síðustu þrjú ár hefur alþjóðlegi fjáröflunardagur Marel, Tour de Marel, safnað rúmum 33 milljónum króna til byggingar grunnskóla og bókasafns í SOS Barnaþorpinu í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni. Skólinn opnaði dyr sínar 15. september 2014 og stunda nú 210 börn á aldrinum 6-16 ára nám í skólanum.

Síðustu tvö ár hafa starfsmenn Marel á Íslandi ekki aðeins gengið, hjólað og hlaupið yfir 6.500 km eða vegalengdina frá Garðabæ til Yamoussoukro til að safna áheitum. Þeir hafa einnig sent öllum börnunum í Marel skólanum jólagjafir. Gjafirnar náðu til þeirra rétt fyrir jól og, eins og meðfylgjandi myndir sína, vöktu mikla lukku barnanna.

tour_de_marel_03.jpg

tour_de_marel_children.jpg

tour_de_marel_children-and-mothers.jpg

tour_de_marel_last-year-of-primary-school.jpg

Nýlegar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...