Fréttayfirlit 25. janúar 2016

Jól í Yamoussoukro



Síðustu þrjú ár hefur alþjóðlegi fjáröflunardagur Marel, Tour de Marel, safnað rúmum 33 milljónum króna til byggingar grunnskóla og bókasafns í SOS Barnaþorpinu í Yamoussoukro á Fílabeinsströndinni. Skólinn opnaði dyr sínar 15. september 2014 og stunda nú 210 börn á aldrinum 6-16 ára nám í skólanum.

Síðustu tvö ár hafa starfsmenn Marel á Íslandi ekki aðeins gengið, hjólað og hlaupið yfir 6.500 km eða vegalengdina frá Garðabæ til Yamoussoukro til að safna áheitum. Þeir hafa einnig sent öllum börnunum í Marel skólanum jólagjafir. Gjafirnar náðu til þeirra rétt fyrir jól og, eins og meðfylgjandi myndir sína, vöktu mikla lukku barnanna.

tour_de_marel_03.jpg

tour_de_marel_children.jpg

tour_de_marel_children-and-mothers.jpg

tour_de_marel_last-year-of-primary-school.jpg

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.