Íslenskt fjármagn til Grikklands
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa nú sent 3,6 milljónir króna (25 þúsund Evrur) til verkefna SOS í Grikklandi en neyðin þar í landi hefur aukist gríðarlega að undanförnu.
Fjármagnið frá Íslandi mun nýtast í eftirfarandi verkefni:
-Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna í Aþenu, Piraeus og Thessaloniki en alls verða 750 nýjar barnafjölskyldur teknar inn í verkefnið til viðbótar við þær sem fá aðstoð nú þegar.
-Tvö ný fjölskyldueflingarverkefni í landinu. Annað þeirra verður staðsett í Aþenu og hitt í Ioannina. Þar munu 500 barnafjölskyldur fá aðstoð og fara verkefnin af stað í byrjun nóvember og desember.
-Matarúthlutun í eitt ár til 550 fjölskyldna.
SOS Barnaþorpin hafa starfað í Grikklandi síðan árið 1975 en í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 juku samtökin aðstoð sína. Í dag eru þar níu fjölskyldueflingarverkefni starfandi (verkefnin sem hefjast í nóvember og desember þar meðtalin) ásamt tveimur verkefnum sem stuðla að menntun ungmenna. Einnig eru fjögur barnaþorp starfandi ásamt barnaheimili fyrir ung börn.
1,9 milljónir barna búa í Grikklandi en 40% þeirra búa við mikla fátækt. Þá er vanræksla og ofbeldi á grískum börnum vaxandi vandamál ásamt því að einstæðum foreldrum hefur fjölgað hratt undanfarna mánuði.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.