Ísland styrkir heimili fyrir ung börn
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að styrkja verkefni samtakanna í Grikklandi um 20.000 evrur. Um er að ræða heimili fyrir börn yngri en fimm ára sem af einhverjum ástæðum geta ekki verið hjá líffræðilegum foreldrum, hafa orðið fyrir ofbeldi og/eða vanrækslu.
Á heimilinu ríku sannkölluð fjölskyldustemning en þar fá börnin sálfræðiaðstoð, menntun og stuðning ásamt því að í einhverjum tilvikum er unnið að sameiningu við foreldra.
Heimilið hefur verið starfandi síðan árið 2009 en börnin dvelja þar í mesta lagi tvö ár. Eftir það eignast þau heimili í SOS Barnaþorpi, eru ættleidd eða fara til líffræðilegra foreldra.
Í þeim tilvikum sem börnin fara aftur til líffræðilegra foreldra hafa SOS Barnaþorpin veitt foreldrunum aðstoð við hæfi og gengið í skugga um að þeir séu hæfir. Þá er náin eftirfylgni með fjölskyldunum.
Á þeim sjö árum sem heimilið hefur verið starfandi hafa 69 börn átt þar heima. Í dag eru þar 21 barn, það yngsta er 14 mánaða og það elsta 5 ára. Þá má nefna að nokkur barnanna koma af ungbarnaheimili SOS en þar dvelja kornabörn sem koma beint af spítalanum, til SOS. Þá er um að ræða annað hvort vanrækslu eða þá að þau hafi verið yfirgefin á spítalanum eftir fæðingu.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...