Fréttayfirlit 15. maí 2024

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS


Vel sóttur aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ársins 2027 og úr henni gengu María F. Rúriksdóttir og Hildur Hörn Daðadóttir.

Varamaður var kjörin Svala Ísfeld Ólafsdóttir til ársins 2025 í stað Valdísar Þóru Gunnarsdóttur sem hafði gegnt stöðunni tímabundið. SOS Barnaþorpin á Íslandi vilja þakka Maríu, Hildi og Valdísi fyrir óeigingjörn og vel unnin störf fyrir samtökin.

Á aðalfundinum var ársreikningi og ársskýrslu deilt meðal félagsfólks.

Sjá einnig: Tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.