Fréttayfirlit 15. maí 2024

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS


Vel sóttur aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ársins 2027 og úr henni gengu María F. Rúriksdóttir og Hildur Hörn Daðadóttir.

Varamaður var kjörin Svala Ísfeld Ólafsdóttir til ársins 2025 í stað Valdísar Þóru Gunnarsdóttur sem hafði gegnt stöðunni tímabundið. SOS Barnaþorpin á Íslandi vilja þakka Maríu, Hildi og Valdísi fyrir óeigingjörn og vel unnin störf fyrir samtökin.

Á aðalfundinum var ársreikningi og ársskýrslu deilt meðal félagsfólks.

Sjá einnig: Tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...