Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
Vel sóttur aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ársins 2027 og úr henni gengu María F. Rúriksdóttir og Hildur Hörn Daðadóttir.
Varamaður var kjörin Svala Ísfeld Ólafsdóttir til ársins 2025 í stað Valdísar Þóru Gunnarsdóttur sem hafði gegnt stöðunni tímabundið. SOS Barnaþorpin á Íslandi vilja þakka Maríu, Hildi og Valdísi fyrir óeigingjörn og vel unnin störf fyrir samtökin.
Á aðalfundinum var ársreikningi og ársskýrslu deilt meðal félagsfólks.
Sjá einnig: Tekjur SOS Barnaþorpanna á Íslandi aldrei verið hærri
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...