Fréttayfirlit 15. maí 2020

Inga Lind: Þetta eru bara eðlilegir krakkar

Inga Lind Karlsdóttir ræddi við Lindu Blöndal í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut um heimsókn sína í SOS barnaþorpið í Greenfields á Indlandi. Þar hitti Inga styrktarbörnin sín sem hún byrjaði að styrkja þegar hún var 18 ára. Eldra „barnið" er kona sem er orðin þrítug og fyrir löngu farin að standa á eigin fótum og svo 17 ára piltur sem Inga hefur styrkt síðan hann var 5 ára.

GERAST SOS-FORELDRI

„Þetta eru bara eðlilegir krakkar, fólk, sem fær frábæra æsku þrátt fyrir hrakningar og slæmt útlit í byrjun,“ segir Inga um börnin í barnaþorpinu. Á ferð sinni um höfuðborgina Delí í janúar sl. bar margt fyrir augu Ingu Lindar og fjölskyldu hennar, eins og heimilislaus börn á götunni.

„Maður sér ýmislegt í Delí þegar maður fer þangað. Margt sem tekur á og stingur í hjartað en kannski það versta er sem ég sá ekki. Ég sá til dæmis ekki 12 milljónir barna sem eru í barnaþrælkun. Sem hefðu geta verið Pushkar og bræður hans."

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.