Inga Lind: Þetta eru bara eðlilegir krakkar
Inga Lind Karlsdóttir ræddi við Lindu Blöndal í sjónvarpsþættinum 21 á Hringbraut um heimsókn sína í SOS barnaþorpið í Greenfields á Indlandi. Þar hitti Inga styrktarbörnin sín sem hún byrjaði að styrkja þegar hún var 18 ára. Eldra „barnið" er kona sem er orðin þrítug og fyrir löngu farin að standa á eigin fótum og svo 17 ára piltur sem Inga hefur styrkt síðan hann var 5 ára.
„Þetta eru bara eðlilegir krakkar, fólk, sem fær frábæra æsku þrátt fyrir hrakningar og slæmt útlit í byrjun,“ segir Inga um börnin í barnaþorpinu. Á ferð sinni um höfuðborgina Delí í janúar sl. bar margt fyrir augu Ingu Lindar og fjölskyldu hennar, eins og heimilislaus börn á götunni.
„Maður sér ýmislegt í Delí þegar maður fer þangað. Margt sem tekur á og stingur í hjartað en kannski það versta er sem ég sá ekki. Ég sá til dæmis ekki 12 milljónir barna sem eru í barnaþrælkun. Sem hefðu geta verið Pushkar og bræður hans."
Nýlegar fréttir

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu
„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu samtakanna eftir að tilkynnt var um lan...