Hvert fóru framlögin árið 2017?
Annað árið í röð birtum við nú ítarlegar upplýsingar um það hvert framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina fara.
Á gagnvirku Google-heimskorti má nú skoða hvert einasta barnaþorp sem Íslendingar styrktu árið 2016 og 2017 og sjá upp á krónu hver framlögin voru til hvers barnaþorps. Einnig má sjá hve mikið börnin í hverju þorpi fengu í peningagjafir frá styrktarforeldrum sínum.
Alls námu framlög styrktarforeldra og barnaþorpsvina kr. 392,5 milljónir króna í fyrra sem dreifðust á 437 barnaþorp í 107 löndum. Af þessari upphæð voru 11,7 milljónir króna peningagjafir inn á framtíðarreikninga styrktarbarna.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...