Hvert fara framlögin

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa sett upp Google kort sem sýnir upplýsingar um staðsetningu allra SOS Barnaþorpa sem íslenskir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir styðja við. Um er að ræða 437 þorp víðsvegar um heiminn í 107 löndum.

Ásamt því að geta forvitnast um staðsetningu og útlit þorpanna geta stuðningsaðilar séð upplýsingar um framlög og peningagjafir til barna. Um er að ræða mjög spennandi möguleika þar sem hægt er að sjá með einföldum hætti hvert fjármagnið fer og umhverfi þorpanna.

Alls voru framlög styrktarforeldra 392,5 milljón króna árið 2017.