Hlaupið um allan heim fyrir SOS Barnaþorpin
Viltu láta gott af þér leiða einfaldlega með því að fara út að skokka? Til 24. október næstkomandi getur almenningur safnað pening fyrir SOS Barnaþorpin með því að hlaupa eða ganga. Allianz sem er alþjóðlegur styrktaraðili SOS Barnaþorpanna hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir Allianz-heimshlaupinu og hefur starfsfólk fyrirtækisins safnað sem nemur 136 milljónum króna einfaldlega með því að ganga eða hlaupa.
Nú gefst almenningi einnig kostur á þátttöku í Allianz-heimshlaupinu í fyrsta sinn. Skráning fer fram á heimasíðu hlaupsins og þar ná þátttakendur í smáforritið Runtastic sem skráir niður vegalengd hvers og eins. Allianz greiðir svo SOS Barnaþorpunum fyrir hlaupna eða gengna kílómetra og í ár fara greiðslurnar í SOS-verkefni á Ítalíu, Chad, Sri Lanka, Bandaríkjunum og Brasilíu.
Við myllumerkið #AllianzWorldRun má sjá myndir frá hlaupurum heimshlaupsins víðsvegar um heiminn.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...