Guðrún prjónaði 60 pör af lopavettlingum fyrir börn í Rúmeníu

Í SOS barnaþorpinu í Hemeius í Rúmeníu og nágrenni þess klæðast börn íslenskum lopaklæðnaði í vetur. Á dögunum kom sending til barnaþorpsins frá Íslandi sem í voru m.a. 60 pör af lopavettlingum sem Húsvíkingurinn Guðrún Kristinsdóttir handprjónaði og gaf börnunum. Börnin voru spennt fyrir gjöfinni frá Íslandi eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.
Vettlingar, sokkar og húfur
Margir muna eftir Guðrúnu síðan hún komst í fréttir RÚV undir lok árs 2019 eftir að hafa handprjónað 57 lopapeysur á börn og starfsfólk barnaþorpsins. Guðrún ákvað fyrst að prjóna eina lopapeysu fyrir styrktardóttur sína í barnaþorpinu en vildi svo ekki skilja hin börnin útundan, og heldur ekki starfsfólkið, og ákvað hún því að prjóna peysur á alla.
Sjá líka: Guðrún prjónaði 57 lopapeysur fyrir barnaþorp
Sjá líka: Lopapeysurnar afhentar í Rúmeníu
Guðrún notaði afgangslopann eftir peysurnar og prjónaði vettlingana sem hún kom til okkar á skrifstofu SOS í Hamraborg í Kópavogi. Þar voru fyrir, sokkar og húfur úr lopa sem annar styrktaraðili hafði fært samtökunum að gjöf og var allur lopaklæðnaðurinn sendur í barnaþorpið þar sem hugsað er til Guðrúnar af hlýju.

Líka barnafjölskyldur
Vettlingunum, sokkunum og húfunum var dreift til barnanna í barnaþorpinu og í samfélagsþjónustumiðstöð SOS þar sem illa staddar barnafjölskyldur fá aðstoð. Ljóst er að margir munu hlýja sér í íslenska lopanum í vetur.

Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...