„Guðrún er núna hetjan okkar“
„Við erum Guðrúnu mjög þakklát. Það er mikil fyrirhöfn í 57 lopapeysum og hún er núna hetjan okkar,“ segir Rodica Marinoiu, framkvæmdastýra SOS barnaþorpsins í Hemeius, um Guðrúnu Kristinsdóttur á Húsavík. Eins og við höfum fjallað um hófst Guðrún handa við prjónamennskuna í febrúar sl. og fengu börnin, SOS mæðurnar og starfsfólkið í barnaþorpinu lopapeysurnar afhendar skömmu fyrir jól.
Fjallað var um afhendinguna á lopapeysunum í kvöldfréttum RÚV 27. desember sl. Í fréttinni er Guðrúnu sýnt myndskeið frá afhendingunni á peysunum í Rúmeníu og snerti það hana beint í hjartastað. „Nú tárast ég bara eftir að hafa horft á þetta. Og vita að allt er komið á leiðarenda. Ég er ægilega þakklát. Ég átti aldrei von á að geta séð þetta með eigin augum, krakkana í peysunum að leika sér og skreyta jólatré þetta er bara magnað,“ segir Guðrún í fréttinni sem sjá má hér að neðan í örlítið lengdri útgáfu af SOS á Íslandi með myndefni okkar frá Rúmeníu.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...