Gáfu SOS Barnaþorpunum 15.312 krónur
Það er óhætt að segja að þrjár ungar dömur á Selfossi séu með hjartað á réttum stað. Þær Vanesa, Guðrún Birna og Brynhildur Ruth sem eru 9 og 10 ára tóku saman nokkra muni úr fórum sínum og höfðu til sölu á fjölförnum stað. Eftir stóðu þær með 15.312 krónur sem þær ákváðu að gefa til SOS Barnaþorpanna og brosandi út að eyrum mættu þær með upphæðina á skrifstofuna okkar í Kópavogi. Þær sögðu að einn góðhjartaður vegfarandi hafi látið þær fá 10 þúsund krónur fyrir þetta góða málefni.
Fjárhæðinni sem Vanesa, Guðrún Birna og Brynhildur Ruth söfnuðu verður varið í fjölskyldueflingarverkefni í Tulu Moye í Eþíópíu sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna. Þessar frábæru stelpur á Selfossi eru nú orðnir SOS fjölskylduvinir og eiga þátt í því að umkomulaus börn í Tulu Moye geta fengið mat á hverjum degi og aðstoð til að búa sig undir framtíðina.
Um leið og við þökkum stelpunum kærlega fyrir bendum við á að hægt er að gerast Fjölskylduvinur hér á heimasíðunni okkar.
Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.