Fréttayfirlit 28. apríl 2021

Fyrsta SOS fréttablað ársins 2021 komið út

Fyrsta SOS fréttablað ársins 2021 komið út


Fyrsta SOS fréttablað ársins 2021 er komið út og berst inn um bréfalúguna hjá styrktaraðilum SOS í þessari viku. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Guðrúnu Kristinsdóttur á Húsavík sem varð þjóðþekkt þegar hún prjónaði 57 lopapeysur fyrir heilt SOS barnaþorp í Rúmeníu.

Í blaðinu er einnig viðtal við heimilisföður í fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu sem á unga aldri missti annan fótinn eftir að hafa fengið lyfjaseið hjá töfralækni. Við segjum nýjustu tíðindi af fjölskyldueflingunni okkar og verkefni okkar í Tógó gegn kynferðislegri misneytingu á börnum sem og fréttir af öðrum verkefnum SOS á Íslandi.

Í blaðinu er stórt kort sem sýnir hvernig styrktarbörn Íslendinga dreifast um heiminn og ýmsilegt fleira fræðandi úr starfi SOS Barnaþorpanna.

Blaðið er að venju einnig hægt að lesa rafrænt hér á heimasíðunni. Svo má líka sjá önnur eldri SOS blöð hér.

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...