Fyrsta SOS fréttablað ársins 2021 komið út

Fyrsta SOS fréttablað ársins 2021 er komið út og berst inn um bréfalúguna hjá styrktaraðilum SOS í þessari viku. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Guðrúnu Kristinsdóttur á Húsavík sem varð þjóðþekkt þegar hún prjónaði 57 lopapeysur fyrir heilt SOS barnaþorp í Rúmeníu.
Í blaðinu er einnig viðtal við heimilisföður í fjölskyldueflingu okkar í Eþíópíu sem á unga aldri missti annan fótinn eftir að hafa fengið lyfjaseið hjá töfralækni. Við segjum nýjustu tíðindi af fjölskyldueflingunni okkar og verkefni okkar í Tógó gegn kynferðislegri misneytingu á börnum sem og fréttir af öðrum verkefnum SOS á Íslandi.
Í blaðinu er stórt kort sem sýnir hvernig styrktarbörn Íslendinga dreifast um heiminn og ýmsilegt fleira fræðandi úr starfi SOS Barnaþorpanna.
Blaðið er að venju einnig hægt að lesa rafrænt hér á heimasíðunni. Svo má líka sjá önnur eldri SOS blöð hér.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.