Fréttayfirlit 8. maí 2019

Fréttablaði SOS dreift á öll heimili landsins



Fyrsta tölublað ársins 2019 af fréttablaðinu okkar er farið í drefingu og að þessu sinni er blaðinu dreift inn á öll heimili landsins í tilefni af 30 ára starfsafmæli SOS á Íslandi.

Í blaðinu kemur m.a. fram að yfir 73 þúsund Íslendingar hafa styrkt SOS Barnaþorpin á þessum 30 árum og yfir 21 þúsund börn í SOS barnaþorpum hafa átt íslenska styrktarforeldra. 

Einnig er frásögn af heimsókn framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi til Eþíópíu þar sem við hjálpum sárafátækum fjölskyldum til sjálfshjálpar með Fjölskyldueflingu SOS, - umfjöllun um styrktarleiðir SOS Barnaþorpanna, - frásögn styrktarforeldris af heimsókn í barnaþorp í Indlandi - og sýnt hvernig framlögum til SOS er ráðstafað.

En umfram allt, takk Íslendingar fyrir stuðninginn í 30 ár.

Rafræna útgáfu af blaðinu má nálgast hér

Forsíðan_1_2019.jpg

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...