Fréttayfirlit 26. desember 2018

Fréttablað SOS komið út



Þriðja og síðasta tölublað ársins af fréttablaði SOS Barnaþorpanna á Íslandi er komið út og er dreifing á því að hefjast til styrktaraðila. Í blaðinu er ítarlegt viðtal við Mari Järsk sem er alin upp í SOS barnaþorpi í Eistlandi en býr nú á Íslandi.

Einnig er viðtal við Jón. P. Pétursson sem sýndi mikið örlæti með því að gefa SOS Barnaþorpunum 10 milljónir króna á dögunum. Í blaðinu má líka finna frásagnir íslenskra styrktarforeldra af heimsóknum sínum í SOS barnaþorp, umfjöllun um fjölskyldueflingarverkefnin sem fjármögnuð eru af SOS á Íslandi og ýmislegt fleira.

Rafræna útgáfu af blaðinu má einnig nálgast hér á heimasíðunni okkar þar sem einnig má lesa eldri fréttablöð okkar.

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...