Fréttayfirlit 26. desember 2018

Fréttablað SOS komið út



Þriðja og síðasta tölublað ársins af fréttablaði SOS Barnaþorpanna á Íslandi er komið út og er dreifing á því að hefjast til styrktaraðila. Í blaðinu er ítarlegt viðtal við Mari Järsk sem er alin upp í SOS barnaþorpi í Eistlandi en býr nú á Íslandi.

Einnig er viðtal við Jón. P. Pétursson sem sýndi mikið örlæti með því að gefa SOS Barnaþorpunum 10 milljónir króna á dögunum. Í blaðinu má líka finna frásagnir íslenskra styrktarforeldra af heimsóknum sínum í SOS barnaþorp, umfjöllun um fjölskyldueflingarverkefnin sem fjármögnuð eru af SOS á Íslandi og ýmislegt fleira.

Rafræna útgáfu af blaðinu má einnig nálgast hér á heimasíðunni okkar þar sem einnig má lesa eldri fréttablöð okkar.

Nýlegar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...