Fréttablað SOS komið út
Þriðja og síðasta tölublað ársins af fréttablaði SOS Barnaþorpanna á Íslandi er komið út og er dreifing á því að hefjast til styrktaraðila. Í blaðinu er ítarlegt viðtal við Mari Järsk sem er alin upp í SOS barnaþorpi í Eistlandi en býr nú á Íslandi.
Einnig er viðtal við Jón. P. Pétursson sem sýndi mikið örlæti með því að gefa SOS Barnaþorpunum 10 milljónir króna á dögunum. Í blaðinu má líka finna frásagnir íslenskra styrktarforeldra af heimsóknum sínum í SOS barnaþorp, umfjöllun um fjölskyldueflingarverkefnin sem fjármögnuð eru af SOS á Íslandi og ýmislegt fleira.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...