Fréttablað SOS komið út
Þriðja og síðasta tölublað ársins af fréttablaði SOS Barnaþorpanna á Íslandi er komið út og er dreifing á því að hefjast til styrktaraðila. Í blaðinu er ítarlegt viðtal við Mari Järsk sem er alin upp í SOS barnaþorpi í Eistlandi en býr nú á Íslandi.
Einnig er viðtal við Jón. P. Pétursson sem sýndi mikið örlæti með því að gefa SOS Barnaþorpunum 10 milljónir króna á dögunum. Í blaðinu má líka finna frásagnir íslenskra styrktarforeldra af heimsóknum sínum í SOS barnaþorp, umfjöllun um fjölskyldueflingarverkefnin sem fjármögnuð eru af SOS á Íslandi og ýmislegt fleira.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...