Fréttayfirlit 1. mars 2016

Fjölmenningardagar á Hulduheimum



Sólblómaleikskólinn Hulduheimar á Akureyri héldu upp á svokallaða fjölmenningardaga fyrir stuttu. Þá var hver dagur helgaður einu landi sem tengist skólanum.

Á hverjum degi hittust börn og kennarar í sal skólans þar sem eitt barn ásamt foreldri sagði frá sínu landi.

Síðasti dagurinn í verkefninu var tileinkaður Búrúndí en þaðan kemur Blaise, SOS styrktarbarn leikskólans. Börnin spiluðu vögguvísu frá Búrúndí ásamt því að þau ræddu um hann og hans aðstæður, landi hans og þjóð. Þá spiluðu þau trommur og dönsuðu við fjörugt þjóðlag.

Fjölmenningardagarnir eru árlegir hjá leikskólanum og undanfarin ár hefur einn dagur ávallt verið tileinkaður Blaise. Ansi skemmtileg hefð!

IMG_0934.JPG

IMG_0939.JPG

IMG_0945.JPG

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.