Fjölmenningardagar á Hulduheimum
Sólblómaleikskólinn Hulduheimar á Akureyri héldu upp á svokallaða fjölmenningardaga fyrir stuttu. Þá var hver dagur helgaður einu landi sem tengist skólanum.
Á hverjum degi hittust börn og kennarar í sal skólans þar sem eitt barn ásamt foreldri sagði frá sínu landi.
Síðasti dagurinn í verkefninu var tileinkaður Búrúndí en þaðan kemur Blaise, SOS styrktarbarn leikskólans. Börnin spiluðu vögguvísu frá Búrúndí ásamt því að þau ræddu um hann og hans aðstæður, landi hans og þjóð. Þá spiluðu þau trommur og dönsuðu við fjörugt þjóðlag.
Fjölmenningardagarnir eru árlegir hjá leikskólanum og undanfarin ár hefur einn dagur ávallt verið tileinkaður Blaise. Ansi skemmtileg hefð!



Nýlegar fréttir
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...