Fréttayfirlit 8. nóvember 2022

Ekki ráðlegt að senda pakka til styrktarbarna

Ekki ráðlegt að senda pakka til styrktarbarna


Nú þegar styttist í jólin berast okkur margar fyrirspurnir frá SOS-foreldrum um pakkasendingar til styrktarbarna þeirra. Algengt er að SOS-foreldrar vilji gleðja styrktarbörnin sín á afmælum eða um jól. Algengasta og öruggasta leiðin til þess er að leggja fjárhæð inn á framtíðarreikning barnsins í gegnum Mínar síður á sos.is. Peningagjafir á framtíðarreikning renna óskertar til barnsins. Slík gjöf eykur framtíðarmöguleika barnsins sem fær sjóðinn afhentan þegar það yfirgefur barnaþorpið og fer að standa á eigin fótum.

Einnig er hægt að leggja beint inn á reikn­ing­inn.

Framtíðarreikningur SOS: 0334-26-51092
Kennitala: 500289-2529

SOS-for­eldri fær svo þakk­ar­bréf frá SOS til staðfestingar þeg­ar gjöf­in hef­ur borist.

Frekar ráðlegt að senda bréf en pakka

Sumir SOS-foreldrar vilja senda bréf til barnanna og þyk­ir börn­un­um alltaf gam­an að fá bréf frá út­lönd­um. Póst­þjón­usta er nú að kom­ast í samt lag víð­ast hvar í heim­in­um eft­ir heims­far­ald­ur­inn og mæla SOS Barna­þorp­in ekki leng­ur gegn því að SOS-for­eldr­ar sendi bréf til styrkt­ar­barna sinna. Sumsstað­ar gæti póst­þjón­usta þó enn ver­ið óáreið­an­leg og mæl­um við með því að upp­lýs­inga um slíkt sé leit­að hjá Póst­in­um.

Sem fyrr ráðleggjum við SOS-foreldrum frá því að senda pakka til barnanna en smáir hlutir sem passa í A4 umslag ættu að sleppa. Það hefur sýnt sig að stærri pakkar skila sér síður í barnaþorpin. Þá eru víða lagðir háir tollar á pakkasendingar og barnaþorpin leysa ekki út slíkar sendingar hjá pósthúsum.

Heimilisfang barnaþorpsins

Í upp­lýs­inga­möpp­unni sem SOS-­for­eldrarar fá eft­ir skrán­ingu er m.a. heim­il­is­fang barna­þorps­ins. Nafn styrkt­ar­barns­ins má ekki rita utan á pakk­ann held­ur skal setja nafn­ið á miða inn í pakk­ann. Á þeim miða þarf að vera SOS-núm­er barns­ins og til­vís­un­ar­núm­er styrktar­for­eldr­is ásamt eft­ir­nafni, með ensk­um stöf­um. SOS-núm­er­ið og til­vís­un­ar­núm­er­ið eru í upp­lýs­inga­möpp­unni.

Þú getur lesið ítarlegri upplýsingar um bréfasendingar og miklu fleira í SPURT OG SVARAÐ á sos.is undir liðunum „Að skrifa barni" og „Pakkar til barnanna".

Nýlegar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
18. des. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...

Nýtt SOS blað komið út
15. des. 2025 Almennar fréttir

Nýtt SOS blað komið út

Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...