Fréttayfirlit 6. febrúar 2023

Ekkert mannfall eða skemmdir hjá SOS í Sýrlandi

Ekkert mannfall eða skemmdir hjá SOS í Sýrlandi

Staðfest hefur verið að öll börn, fjölskyldur og starfsfólk á vegum SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi eru heil á húfi eftir mannskæðan jarðskjálfta sem reið yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í morgun.

Yfir 300 Íslendingar styrkja börn eða barnaþorp í Sýrlandi en SOS er ekki með starfsemi í Tyrklandi. Aleppó er sú borg í Sýrlandi sem er næst upptökum jarðskjálftans og þar eru SOS Barnaþorpin með fjölskyldueflingu. Al-Thawrah grunnskólinn í Aleppó var uppgerður árið 2018 fyrir styrktarfé frá Íslandi. Engar skemmdir urðu á skólanum en kennsla féll niður í skólanum í dag vegna hamfaranna.

Al-Thawrah grunnskólinn í Aleppó var uppgerður árið 2018 fyrir styrktarfé frá Íslandi. Al-Thawrah grunnskólinn í Aleppó var uppgerður árið 2018 fyrir styrktarfé frá Íslandi.

Tyrkland er það land sem hýsir flest flóttafólk í heiminum. 3,7 milljónir flóttamanna frá Sýrlandi eru skráðar á þeim svæðum í Tyrklandi sem verða fyrir áhrifum af skjálftanum. Það má því búast við að hamfarirnar snerti mörg berskjölduð börn og fjölskyldur.

„Tala látinna hækkar stöðugt sem þýðir að mörg börn munu missa foreldra sína eða forráðafólk. Við fylgjumst grannt með framvindunni og munum aðstoða eftir bestu getu," segir Samer Khaddam, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Sýrlandi.

SOS-foreldri barna á Gaza

SOS-foreldri barna á Gaza

SOS-foreldri barna á Gaza

Sem SOS-foreldri barna á Gaza styrkir þú SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza í Palestínu með mánaðarlegu framlagi sem nemur 4.500 krónum. Framlagi þínu er varið í daglegan rekstur þorpsins svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem þar búa og fer þeim nú fjölgandi. Einnig er hægt að greiða stakt framlag í neyðarsöfnun SOS.

Mánaðarlegt framlag
4.500 kr