Fréttayfirlit 18. desember 2019

Dregið í stafarugli jóladagatalsins

Í dag, miðvikudaginn 18. desember, var dregið úr réttum innsendum lausnum í stafarugli Öðruvísi jóladagatals SOS Barnaþorpanna árið 2019. Í ár tóku um 3000 nemendur í tæplega 60 skólum víðs vegar um landið þátt í dagatalinu.
Vinningshafarnir í stafaruglinu árið 2019 eru:

Stafarugl fyrir 1.-4. bekk: Grunnskólinn í Stykkishólmi, 2. bekkur (kennari: Ásdís Árnadóttir)
Stafarugl fyrir 5.-10. bekk: Vopnafjarðarskóli, 5.-6. bekkur (kennari: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir)

Um leið og við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju langar okkur að þakka öllum nemendum og skólum kærlega fyrir þátttökuna í Öðruvísi jóladagatali í ár. Við munum að sjálfsögðu bjóða aftur upp á Öðruvísi jóladagatal að ári.

Gleðileg jól!

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.