Dregið í stafarugli jóladagatalsins
Í dag, miðvikudaginn 18. desember, var dregið úr réttum innsendum lausnum í stafarugli Öðruvísi jóladagatals SOS Barnaþorpanna árið 2019. Í ár tóku um 3000 nemendur í tæplega 60 skólum víðs vegar um landið þátt í dagatalinu.
Vinningshafarnir í stafaruglinu árið 2019 eru:
Stafarugl fyrir 1.-4. bekk: Grunnskólinn í Stykkishólmi, 2. bekkur (kennari: Ásdís Árnadóttir)
Stafarugl fyrir 5.-10. bekk: Vopnafjarðarskóli, 5.-6. bekkur (kennari: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir)
Um leið og við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju langar okkur að þakka öllum nemendum og skólum kærlega fyrir þátttökuna í Öðruvísi jóladagatali í ár. Við munum að sjálfsögðu bjóða aftur upp á Öðruvísi jóladagatal að ári.
Gleðileg jól!
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...