Bugsy Malone til styrktar SOS
Nemendur 7. bekkjar stóðu nýverið fyrir Menningarvöku í skólanum. Nemendur réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur settu á svið söngleik byggðan á ,,Bugsy Malone“. Aðgangseyrir var 1.000 krónur sem rann til Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna.
Við þökkum nemendum, kennurum og öðrum sem komu að þessum viðburði hjartanlega fyrir stuðninginn.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Þorsteinn Arnórsson fjármálastjóri SOS Barnaþorpanna tók við styrknum, alls 132.000 krónum, að lokinni aukasýningu fyrir nemendur skólans.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...