Bugsy Malone til styrktar SOS
Nemendur 7. bekkjar stóðu nýverið fyrir Menningarvöku í skólanum. Nemendur réðust ekki á garðinn þar sem hann er lægstur heldur settu á svið söngleik byggðan á ,,Bugsy Malone“. Aðgangseyrir var 1.000 krónur sem rann til Fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna.
Við þökkum nemendum, kennurum og öðrum sem komu að þessum viðburði hjartanlega fyrir stuðninginn.
Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Þorsteinn Arnórsson fjármálastjóri SOS Barnaþorpanna tók við styrknum, alls 132.000 krónum, að lokinni aukasýningu fyrir nemendur skólans.
Nýlegar fréttir
Erfðagjöf Baldvins fjármagnar kaup á húsum fyrir SOS fjölskyldur á Máritíus
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna kaup á þremur húsum fyrir munaðarlaus og yfirgefin börn á eyjunni Máritíus. SOS á Íslandi sendir 31,5 milljónir króna til húsnæðakaupanna og er um a...
Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...