Fréttayfirlit 21. febrúar 2020

Börnin í fjarnámi til að forðast COVID-19 veiruna



Skólaárið í Kína hefst venjulega um miðjan febrúar en upphafi þess hefur nú verið frestað vegna COVID-19 veirufaraldursins. Börnin í SOS barnaþorpunum í Kína læra hins vegar heima í barnaþorpunum í fjarnámi á meðan með dyggri aðstoð SOS-mæðra sinna. Þetta er úrræði sem yfirvöld í Kína hafa komið á fyrir alla nemendur í landinu.

Börnin útbúa heimatilbúin fréttabréf

Börnin hafa undanfarna daga dundað sér við að gera heimatilbúin fréttabréf með hvatningu og upplýsingum um hvernig fólk getur varið sig gegn COVID-19 veirunni. Með þessu vilja þau leggja sitt af mörkum til forvarna og um leið senda þau hvatningarorð til íbúa Wuhan borgar þar sem upphaf veirunnar er rakið til.

10 SOS barnaþorp eru í Kína og þar eiga 80 Íslendingar SOS styrktarbörn. Engin smit hafa komið upp í þorpunum þar sem afar strangt eftirlit er til að koma í veg fyrir smit. Börnin og SOS mæðurnar halda sig inni í þorpunum og enginn fer inn í þorpin án þess að vera skoðaður gaumgæfilega. Börnin fá að ganga um utandyra í þorpinu en starfsfólk SOS vinnur á vöktum því þess er ávallt gætt að aldrei séu margir samankomnir í einum og sama staðnum.

Yfir tvö þúsund manns eru látnir af völdum veirunnar í Kína og um 75 þúsund hafa smitast.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...