Frétta­yf­ir­lit 21. fe­brú­ar 2020

Börn­in í fjar­námi til að forð­ast COVID-19 veiruna

Skóla­ár­ið í Kína hefst venju­lega um miðj­an fe­brú­ar en upp­hafi þess hef­ur nú ver­ið frest­að vegna COVID-19 veirufar­ald­urs­ins. Börn­in í SOS barna­þorp­un­um í Kína læra hins veg­ar heima í barna­þorp­un­um í fjar­námi á með­an með dyggri að­stoð SOS-mæðra sinna. Þetta er úr­ræði sem yf­ir­völd í Kína hafa kom­ið á fyr­ir alla nem­end­ur í land­inu.

Börn­in út­búa heima­til­bú­in frétta­bréf

Börn­in hafa und­an­farna daga dund­að sér við að gera heima­til­bú­in frétta­bréf með hvatn­ingu og upp­lýs­ing­um um hvernig fólk get­ur var­ið sig gegn COVID-19 veirunni. Með þessu vilja þau leggja sitt af mörk­um til for­varna og um leið senda þau hvatn­ing­ar­orð til íbúa Wu­h­an borg­ar þar sem upp­haf veirunn­ar er rak­ið til.

10 SOS barna­þorp eru í Kína og þar eiga 80 Ís­lend­ing­ar SOS styrkt­ar­börn. Eng­in smit hafa kom­ið upp í þorp­un­um þar sem afar strangt eft­ir­lit er til að koma í veg fyr­ir smit. Börn­in og SOS mæð­urn­ar halda sig inni í þorp­un­um og eng­inn fer inn í þorp­in án þess að vera skoð­að­ur gaum­gæfi­lega. Börn­in fá að ganga um ut­an­dyra í þorp­inu en starfs­fólk SOS vinn­ur á vökt­um því þess er ávallt gætt að aldrei séu marg­ir sam­an­komn­ir í ein­um og sama staðn­um.

Yfir tvö þús­und manns eru látn­ir af völd­um veirunn­ar í Kína og um 75 þús­und hafa smit­ast.

Ný­leg­ar frétt­ir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

855 krón­ur af hverju þús­und króna fram­lagi renna í hjálp­ar­starf­ið

Árs­skýrsla SOS Barna­þorp­anna fyr­ir árið 2024 hef­ur nú ver­ið birt eft­ir að­al­fund sam­tak­anna 19. maí sl. Þar kem­ur m.a. fram að hlut­fall rekstr­ar­kostn­að­ar er með því allra lægsta sem ger­ist eða að­eins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfða­gjaf­ir

23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf ráð­staf­að til há­skóla­mennt­un­ar

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa ráð­staf­að 23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf til há­skóla­mennt­un­ar ung­menna í Afr­íku, nán­ar til­tek­ið í Rú­anda. Ráð­stöf­un­in er sam­kvæmt ósk­um arf­leif­anda, Bald­vins Leifs­son­ar...